Innanhússmót í frjálsum o.fl.

Þá er vetrarstarfið farið af stað hjá okkur. Unnar Vilhjálmsson var ráðinn sem þjálfari til okkar í haust og er hann með æfingar alla þriðjudaga í tveimur hópum. Yngri hópurinn æfir strax eftir skóla frá klukkan 14:10 til klukkan 15:10. Eldri hópurinn æfir frá klukkan 15:10 til klukkan 16:30. Unnar er ykkur eflaust flestum að góðu kunnur. Hann er íþróttakennari að mennt og hefur margra ára reynslu bæði sem iðkandi í greininni og sem þjálfari. Við vonumst til þess að geta boðið upp á æfingar á gamla tímanum á fimmtudögum líka eins og verið hefur undanfarin ár, strax eftir áramót. Á síðustu æfingu voru 20 börn í yngri hópnum á æfingunni hjá honum. Þannig að starfið virðist fara mjög vel af stað.

En það er komið að fyrsta innanhússmótinu í vetur og verður það haldið af UFA í Boganum á Akureyri næstkomandi laugardag, 12. nóvember. Keppt verður í helstu flokkum frjálsra íþrótta í aldursflokkum 10 ára og eldri og þrautabraut verður hjá 9 ára og yngri iðkendum. Skráning fer fram hjá þjálfaranum okkar, Unnari Vilhjálmssyni (gsm.868-4547 eða unnarv@ma.is) eða hjá Jóhönnu Dögg ( johannadogg@gmail.com eða í gsm.867-9709). Nauðsynlegt er að tilkynna þeim um þátttöku í síðasta lagi á fimmtudaginn (10. nóvember). Ef um nýjan iðkanda er að ræða sem ekki hefur tekið þátt í mótum áður þá þurfum við líka að fá kennitölu til að geta nýskráð hann í mótaforrit FRÍ. 11 ára og eldri þurfa að ákveða í hvaða greinum þau ætla að keppa þegar þau skrá sig. 10 ára og yngri skrá sig bara á mótið, sama hvort þau taka þátt í öllum þrautunum eða ekki.

Keppnisgreinar 11 ára og eldri eru: 60 metra spretthlaup, 60 metra grindahlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600 metra hlaup og stangarstökk.

Skráningargjald er kr.2000 fyrir 11 ára og eldri og kr.1500 fyrir 10 ára og yngri. Greiða þarf þátttökugjaldið áður en mótið hefst.  Hægt er að greiða keppnisgjaldið á staðnum, en athugið að það er EKKI POSI Á STAÐNUM.

Mótið hefst kl.10:00. Drög að tímaseðli má sjá á mótaforriti fri ( http://mot.fri.is og smella á “Nóvembermót UFA”).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*