Hjólkraftur í Eyjafirði

Hjólakraftur í samstarfi við Umf. Samherja verða með hjólaæfingar í vetur og verður fyrsta æfingin fimmtudaginn 25. ágúst. Allt ungt fólk á aldrinum 11-18 ára er meira en velkomið og foreldrar mega að sjálfsögðu mæta með, en bara ef unga fólkið kærir sig um. Hér ráða krakkarnir nefnilega og það kostar alls ekkert að prófa. Öll hjól ganga í þetta en það er algjört skilyrði að vera með hjálm!
Mæting er í andyri sundlaugar Eyjafjarðarsveitar kl. 18:00 fimmtudaginn 25. ágúst.
Hér er hægt að sjá viðburðinn á Facebook https://www.facebook.com/events/293205577718104/
Stjórn Umf. Samherja