Handverkshátíð 2017

Nú styttist í Handverkshátíð en hún verður haldið 10. – 13. ágúst. Líkt og undanfarin ár sjá Umf. Samherjar og hjálparsveitin Dalbjörg um veitingasölu og gæslu á hátíðinni en þetta er langstærsta fjáröflunarverkefni sem ungmennafélagið tekur þátt í ár hvert og skiptir sköpum fyrir starfsemi félagsins.

Stjórn félagsins vill hvetja alla sem vettlingi geta valdið að bjóða fram krafta sína þessa helgi, hvort sem er með vinnu í veitingasölu, eldhúsi, gæslu eða bakstri fyrir helgina. Allir eru velkomnir til starfa, jafnt börn sem fullorðnir, og störfin eru fjölbreytileg, skemmtileg og unnin í góðum félagsskap 🙂

Einnig biður félagið um að hvert heimili styðji starfsemi þess og hjálparsveitarinnar Dalbjargar með því að gefa 2 skúffukökur eða 2 gulrótakökur til hátíðarinnar. Uppskriftir eru hér ef einhvern skortir slíkar: Kökuuppskriftir fyrir Handverkshátíð

Þeir sem eru klárir í einhverja vinnu; eldhús, veitingasölu eða gæslu, eru beðnir um að skrá sig hér á þessari síðu:
Skráningarsíða fyrir Handverk 2017
Einnig er hægt að senda póst á oskar@melgerdi.is eða hringa í síma 8692363. Í sama númer má skrá bökunarloforð.

Eldhús:
Þrískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 5 á hverja vakt
09:00 – 13:00
12:00 – 16:00
15:00 – 20:00

Veitingasala:
Tvískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 13 á hverja vakt
10:30 – 15:00
15:00 – 19:30
Krakkar sem eru að byrja í 8. bekk eru gjaldgengir í veitingasölu.

Krakkar:
Krakkarnir sjá um að vakta innganga og ferja brauð milli eldhúss og veitingasölu
Vaktaskipti á heila tímanum, róterað á milli vaktstöðva sem eru 6 talsins
11:00 – 19:00
Æskilegt er að sem flestir krakkar taki þátt en ekki þarf að vera allan daginn.

Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félagsins og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.

Sjáumst á Handverkshátíð 2017
Stjórn Umf. Samherja