Handverkshátíð 2013

Veitingasala á Handverkshátíð er langstærsta fjáröflun Umf. Samherjar ár hvert og má segja að starfsemi félagsins velti að miklu leyti á því hvernig til tekst.  Handverkshátíðin er alltaf aðra helgina í ágúst og vill stjórn félagsins hvetja félagsmenn á öllum aldri til þess að bjóða fram vinnuframlag sitt þessa helgi.

Þörf er á mörgum sjálfboðaliðum og gildir þar að því meira er því betra en eitthvað er samt betra en ekki neitt.  Gott væri ef sumarfrí væru skipulögð þannig að þau trufli ekki sjálfboðastörf ykkar.

 Stjórnin hefur þegar hafið skráningu sjálfboðaliða og óhætt er að lofa því að þetta verða skemmtilegir dagar í ár eins og fyrri ár.