Guðmundur Smári kjörinn íþróttamaður UMSE 2013

Guðmundur Smári Daníelsson frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum, var hlutskarpastur í kjörinu um íþróttamann UMSE, sem fór fram í gær. Auk þess  var hann útnefndur frjálsíþróttamaður UMSE. Guðmundur átti frábært ár á frjálsíþróttavellinum á síðasta ári, þar sem hann landaði m.a. 4. íslandsmeistaratitlum í unglingaflokkum.   Glæsilegur árangur hjá þessum unga frjálsíþróttamanni og óskum við honum innilega til hamingju!

Guðmundur Smári var ekki eini Samherjinn sem fékk viðurkenningu í gær, en í kjörinu um íþróttamann ársins voru einnig Haukur Gylfi Gíslason sem útnefndur var badminton maður ársins og Rebekka Garðarsdóttir sem útnefnd var sundmaður ársins.  Þá var Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir einnig tilnefnd fyrir góðan árangur í frjálsum.

Auk ofangreindra þá fengu þau Aldís Sigurðardóttir, Andri Ásgeir Adolfsson, Valdís Sigurðardóttir, Katrín Sigurðardóttir og Elmar Blær Arnarsson viðurkenningar fyrir að komst í úrvalshóp BSÍ í badminton og Sveinborg Katla Daníelsdóttir fékk viðurkenningu fyrir íslandsmet í stangarstökki.

Frábær árangur!!!     Til hamingju öll.