Gönguferð á Haus í kvöld

Nú er komið að gönguferð nr. 2 þetta sumarið hjá Samherjum. Í kvöld ætlum við að ganga á Haus sem er nyrsti hluti Uppsalahnjúks. Við skulum hittast kl 20.00 á planinu við sumarbústaðinn (beygja til austurs við Öngulsstaði). Við munum ganga eftir stikaðri leið og fara rólega yfir svo allir eru velkomnir með, jafnt ungir sem aldnir. Veðrið gæti ekki verið betra, björt og falleg Jónsmessu-nótt framundan svo það er tilvalið að skella sér með 🙂