Frjálsíþróttaæfingar hafnar á ný eftir sumarfrí

Frjálsíþróttaæfingar hófust á ný eftir sumarfrí í dag. Unnar Vilhjálmsson sem hefur verið að þjálfa hjá okkur síðasta vetur og nú í sumar kom aftur í dag eftir sumarfrí. Mætingin var mjög góð í báða hópana (eldri og yngri). Á fimmtudögum er kóræfing eftir skóla sem margir sækja, þeir krakkar í yngri hópnum sem fara í kór ná líka að fara á frjálsíþróttaæfingu áður en skólabílarnir fara heim í seinni ferðinni. Þannig að þeir sem nýta skólabílana og fara í kór og frjálsar á fimmtudögum ná seinni skólabílnum. Næsta æfing er á þriðjudaginn, yngri klukkan 14:00 – 15:00 og eldri klukkan 14:50 – 16:00 (eldri byrja á 10 mínútna upphitun á meðan yngri hópur klárar æfinguna sína).