Frjálsar íþróttir – Silfurleikar ÍR

Silfurleikar ÍR verða laugardaginn 24. nóvember. Farið verður frá Boganum á föstudaginn (23. nóv.) kl. 10:00 – gist á Hótel Cabin. Keppnin er allan laugardaginn og verður keyrt heim um kvöldið.

Kostnaður: Rúta: 7000.- (3500×2), gisting með morgunmat: 3500.-, keppnisgjald: 3000.- kr. 11 ára og yngri, 3000.- tvær greinar hjá 12 ára og eldri og 4000.- þrjár greinar eða fleiri. 

Reiknað er með að keppendur hafi með sér nesti á leiðinni og á mótið og pening fyrir mat á bakaleiðinni.