Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur umf. Samherja var haldinn þriðjudaginn 22. mars síðastliðinn. Ekki voru margir sem mættu á fundinn en hann var haldinn á kaffistofunni í Hrafnagilsskóla. Engar stórar ákvarðanir þurfti að taka á fundinum og gekk hann áfallalaust fyrir sig.

Tveir aðilar fóru úr stjórn, þau Þorgerður Hauksdóttir og Sigmundur Guðmundsson og viljum við þakka þeim fyrir þeirra framlag. Tveir nýjir aðilar komu inn í stjórn sem aðalmenn og enn sem varamaður, þær Elín Nolsöe Grethardsdóttir og Sandra Einarsdóttir sem aðalmenn en Elín var áður í varastjórn og Sigurður Ingi Friðleifsson sem varamaður. Við viljum bjóða þau velkomin í stjórn.

Hægt er að finna fundargerð, ársskýrslu og ársreikning á heimasíðunni undir flipanum um samherja og fundargerðir.