Frágangur Handverkshátíðar 2013

Klukkan 17 í dag lýkur handverkshátíð og að vanda hefst frágangur hennar hálftíma síðar.  Hefð er komin á að félagar í Umf. Samherjum aðstoði við að taka niður sýningarkerfið og eru því allir hvattir til þess að mæta og taka þátt.  Margar hendur vinna létt verk.