Fótbolti 7. og 8. flokkur

Í júlí munu 7. og 8. flokkur æfa saman kl 16:00 til 17:00 á sömu dögum og verið hefur  (mán og mið). Þetta er gert vegna þess hversu mörg börn eru komin  í sumarfrí og lítið gaman að vera örfá á hverri æfingu. Þegar mætingin verður betri munum við skipta hópnum aftur upp. Endilega hafið samband við Eyþór ef ykkur vantar upplýsingar.