Fótboltinn hjá Óda byrjar miðvikudaginn 14. maí. Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum í sumar. Klukkan 18:00 hefst æfing hjá 6. flokki og lýkur henni um klukkan 19:15 . Klukkan 19:30 hefst æfing hjá 4. og 5. flokki og lýkur henni um klukkan 21:00. Strákar og stelpur eru saman á æfingum.
Flokkaskipting er eftirfarandi skv. reglugerð KSÍ:
4. flokkur = þau sem verða 13 ára og 14 ára á árinu.
5. flokkur = þau sem verða 11 ára og 12 ára á árinu.
6. flokkur = til og með því almanaksári sem þau verða 10 ára.