Nú fara sumaræfingarnar að byrja og fyrsta útiæfingin verður næsta miðvikudag, 31. maí á sama tíma og í vetur. Sumaræfingarnar byrja svo formlega mán 4. júní, aðeins með breyttu sniði.
Unglingarnir (árg ´01 og eldri) munu æfa á kvöldin en verið er að ganga frá ráðningu þjálfara fyrir þau og verða nánari upplýsingar byrtar í næstu viku.
8 fl. (árg 2006 og yngri) æfa milli kl 15:00 og 16:00 á mánudögum og miðvikudögum. Boðið verður uppá að Eyþór þjálfari sæki börnin í leikskólann kl 14:45 og fylgi þeim niður á völl. Þeir sem vilja nýta sér þetta eru beðnir að hafa samband við Indu (mamma Kristbjörns) 897-6098. Vonumst við til að þessar breytingar geri fleiri börnum kleift að mæta á skemmtilegar æfingar, þar sem áhersla er á hreyfingu, leik og að taka þátt.
7. fl. og 6. fl. (árg ´05 -´04 og ´03 -´02) æfa á mánudögum og miðvikudögum, milli kl 16:00 og 17:00.
Strandamótið á Árskógströnd verður helgina 9 – 10 júní og þangað stefnum við með blönduð lið í 8, 7 og 6. flokki.
Við settum saman stutta könnun um mót sumarsins, sumarfrí og annað er tengist starfinu í yngri flokkunum og mikilvægt er að sem allra flestir svari henni.Könnunin er á slóðinni http://www.surveymonkey.com/s/CMDRVFY
Með sumarkveðju og ósk um gott samstarf
Eyþór Bjarnason, þjálfari sími: 847-8113
Fyrir hönd fótboltaráðs Samherja
Indíana Ó Magnúsdóttir/ Inda, sími 897-6098 netfang: inda@forever.is