Í dag tók 6. flokkur þátt í Pollamóti KSÍ sem haldið var á Dalvík og spiluðu þar í B-riðli ásamt Völsungi, Dalvík og Þór 2.
Samherjar unnu tvo leiki af þremur, Völsung 5-1 og Dalvík 4-1 en töpuðu svo lokaleiknum fyrir Þór 1-6.
Óhætt er að fullyrða að strákarnir stóðu sig allir með prýði og voru félaginu til sóma.
TIL HAMINGJU STRÁKAR !