Það voru tveir tugir áhugasamra og brosandi íþróttamanna á öllum aldri sem hlupu og stukku á frjálsíþróttasvæði Samherja í gærkvöldi á fyrstu fjölskylduæfingu sumarsins. (Úff, löng setning.) Æfingin var stórskemmtileg þótt þjálfarinn hafi forfallast og endaði á því að stökklengd í langstökki með atrennu var mæld og skráð samviskusamlega í bækur félagsins.
Heldur færri, eða einungis fjórir, mættu á vorfund félagsins en þar var rætt um sumarstarfið. Þjálfaramál, mót og undirbúning Handverkshátíðar.