Félagsvist/spilavist

Kæru sveitungar er ekki kominn tími til að spila og spjalla.

Við hjá Umf. Samherjum langar til að bjóða ykkur í félagsvist fimmtudaginn 12. Nóv. (þennan fimmtudag) í Hrafnagilsskóla stofum 5 og 6, byrjað verður að spila kl 20:00 og líkur um kl 22:00.

Í hléinu verður 10. bekkur Hrafnagilsskóla með kaffi- og vöfflusölu í fjáröflunarskini.

Kaffi kr. 150

Svali kr. 150

Vaffla kr. 250

Börn yngri en 12 ára verða að vera í fylgd með foreldrum/forráðamönnum.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja stjórn Umf. Samherja.