Enn sigrar 6. flokkur

Eimskipsmótið í 6. og 7. flokki fór fram á Húsavík um helgina.  Samherjar sendu tvö lið til keppni í 6. flokki og eitt í 7. flokki.  Árangur þeirra varð eftirfarandi:

6. flokkur A (Birkir, Ágúst, Sævar, Tristan, Jón Smári, Jakob og Jökull):

A-liðið spilaði 4 leiki.  Fyrst við Völsung og sigurðu þann leik 4-1, næst við Þór1 og unnu þann leik líka 4-1.  Þriðji leikurinn var við Þór2 og sigruðu okkar strákar þann leik 1-0.  Síðasti leikurinn var við Dalvík og vannst hann 7-1.  Strákarnir spiluðu afar vel og unnu alla leiki mjög sannfærandi. 

6. flokkur B (Ólafur, Sighvatur, Ævar, Andri, Alexander, Tjörvi og Oddur):

B-liðið spilaði einnig 4 leiki.  Þeir byrjuðu á móti Magna og töpuðu 4-1 í leik þar sem að þeir virtust ekki vera alveg vaknaðir.  Næst var það jafnteftli við Hött 1-1.  Eftir það voru þeir vel vaknaðir og unnu Þór1 og Geisla mjög örugglega.  Eftir að strákarnir voru vaknaðir spiluðu þeir mjög vel og hefðu hæglega geta tekið þátt í keppni A-liða með miklum sóma.

Sumarið hjá 6. flokki er búið að vera alveg frábært.  Mjög margir mæta á hverja einustu æfingu, yfirleitt ekki færri en 14 á hverri æfingu og oft farið yfir 20.  Strákarnir hafa tekið vel á því á æfingum og tekið tilsögn afar vel enda eru framfarirnar miklar.  Sigur á Smábæjarleikum, 2. sæti í Norðurlandsriðli á Íslandsmóti, sigur á Eimskipsmótinu og alltaf klárir með tvö góð lið í öll þessi mót.  Reyndar færu þeir létt með að manna þrjú góð lið.

7. flokkur (Jón, Bjarki, Hreinn Orri, Starkaður, Hákon, Hreiðar, Steinar, Jóakim, Barði og Jónas):

Í þessum flokki eru allir nema tveir á yngra ári og langflestir þeirra nýbyrjaðir að æfa.  Þess vegna var það skýrt tekið fram þegar þeir voru skráðir á mótið að þeir ættu að taka þátt í keppni B-liða.  Þegar á mótsstað var komið höfðu mótshaldarar klúðrað þessu og sett þá í keppni A-liða og neituðu að breyta.  Það var því ljóst að þetta yrði erfitt mót.  Það vissu strákarnir þegar þeir fóru í fyrsta leik og þó svo að þeir ættu enga möguleika þá börðust þeir eins og hægt var.  Ljósi punkturinn var að markmennirnir sýndu miklar framfarir enda höfðu þeir nóg að gera.  Þessir strákar þurfa þó ekki að hafa áhyggjur, á næsta ári verða þeir á eldra árinu og upp í flokkinn þeirra er að koma úrvalslið af leikskólanum svo þetta verður hörkulið á næsta ári.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*