Zumbað er að byrja aftur !!!

Í kvöld, mánudagskvöldið 3.sept kl. 21 byrjar zumba í íþróttahúsinu á Hrafnagili á ný. Lítilsháttar breyting eru á þjálfurum en Brynja sem var með okkur í fyrra var að flytja til útlanda þannig að hún verður fjarri góðu gamni. Arna Benný Harðardóttir zumba fitneskennari verður þó með okkur áfram ásamt Kolbrúnu Sveinsdóttur zumbakennara.

Það er því von á splúnkunýjum dönsum og góðri stemningu. Sú breyting varð á í ár að Zumbatímarnir eru nú komnir inn í tímatöflu umf. Samherja og falla undir gjaldskrá félagsins, 15.000 kr fyrir önnina, óháð fjölda greina sem stundaðar eru, ég hvet ykkur því sérstaklega til að nýta ykkur það, því það er heill hellingur í boði.

Hvetjum alla sem áhuga hafa að mæta í kvöld í íþróttahúsið, hvort sem þeir vilja bara prófa eitt skipti eða vera með í allan vetur. Sara María verður á staðnum og tekur niður nöfn til skráningar 😉
Hlakkum til að sjá ykkur, fullorðna og unglinga, í dansstuði💃🕺

ZUMBA – DANSGLEÐI – ZUMBA !!!!!

Zumba og dans fitness tímar þar sem sviti og gleði ræður ríkjum 😉

Skráning er hafin í sannkallaða dansgleði. Ungmennafélagið Samherjar ætlar að bjóða upp á Zumbatíma í Hrafnagilsskóla á mánudagskvöldum kl. 21.

Við byrjum strax næsta mánudag, 13 nóvember og verðum til 30. apríl (22 tímar).

Kennarar verða Arna Benný Harðardóttir zumbakennari og Brynja Unnarsdóttir dans fitness kennari.

Kostnaður er 18.000 kr fyrir námskeiðið og hægt er að skipta greiðslum í tvennt ef þess er óskað.

Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Söru Maríu í netfangið: saraogtorir@gmail.com

Þetta verður geggjað STUР 🙂