Sundnámskeið

Ungmennafélagið Samherjar stendur fyrir sundnámskeiði fyrir 6 ára börn, árgang 2012. Námskeiðið byrjar föstudaginn 17. ágúst kl 10:00 Gott er að mæta tímanlega. Um er að ræða sex skipti frá og með 17. ágúst til og með 22. ágúst. Kennt er alla morgna kl 10:00 og gert er ráð fyrir 40 mín í lauginni. Þjálfari er Júlía Rún Rósbergsdóttir. Verð er 5000 kr fyrir barn.

Skráning á netfangið samherjar@samherjar.is

Kristbjörg Heiður Kristjánsdóttir stóð sig eins og meistari

Kristbjörg Heiður Kristjánsdóttir stóð sig eins og meistari á Desembermóti Óðins um síðastu helgi! Bætti sig um 23sek í 200bringu og 5sek í 100m bringu síðan í lok maí. Fyrir þá sem ekki þekkja sundíþróttina þykir 1-2 sek. bæting mjög góð.
Hún var í fríi frá æfingum í sumar eins og allir í Samherjum en mætti í laugina og synti sjálf, sem heldur betur borgaði sig. Ásamt því og miklum æfingum síðustu 3 mánuði er hún búin að ná lágmarki á AMÍ í báðum greinum. Tíminn sem hún náði í 100m bringu er undir làgmarkinu ætlað 15 ára stelpum! Hún bætti tímana sína í öllum greinum sem hún keppti í.
Til að ná árangri í íþróttum skiptir rétt hugarfar öllu og það hefur Kristbjörg margoft sýnt að hún hefur.

Páskamót og æfingabúðir í sundi

Sundmót

Árlegt páskasundmót verður haldið mánudaginn 25. mars.

Mótið er fyrir höfrunga og flugfiska.  Mótið hefst með upphitun kl. 15.

Að því loknu fara höfrungar í páskafrí en æfingar hefjast að nýju þegar skóli hefst.

 

 

Æfingabúðir um páskana

Skellt verður á æfingabúðum um páskana.  Æfingar verða eftirfarandi:

Þriðjudag  kl. 19.30-21.00

Miðvikudag kl. 15.00-16.30

Fimmtudag – skírdag  kl. 10.00-11.30 og 16.00-18.00

Föstudaginn langa   kl. 10.00-11.30 og 16.00-18.00

Laugardaginn kl. 10.00-11.30

 

Hlakka til að sjá ykkur, bkv. Bíbí

Sundmót á Dalvík laugardaginn 12. maí

Keppt verður í Sundlaug Dalvíkur, upphitun hefst kl. 10.00 og mót 10.45. Ætlunin er að fara á einkabílum eins og síðastliðin 2 ár. Ef einhverjir sjá sér fært um að keyra/sækja eða hvoru tveggja væri frábært að fá að vita það sem fyrst.
Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum greinum nema hnokka- og hnátuflokki. Í hnokka- og hnátuflokki fá allir þátttakendur verðlaun.
Skráningagjöld eru 350 kr. fyrir einstaklingsgreinar.
Hægt er að nálgast hvaða greinar eru í boði hjá mér á æfingum. Þar sem ég þarf að skrá krakkana í næstu viku er nauðsynlegt að fá að vita hvort ykkar barn mæti á mótið í síðasta lagi miðvikudaginn 25. apríl.
bkv. Bíbí s. 895-9611