Samherjar stóðu sig með glæsibrag á Unglingamóti Þórs

Samherjar stóðu sig með glæsibrag á Unglingamóti Þórs

Fimm úr Samherjar badminton töku þátt í mótinu og stóðu þau sig öll mjög vel.

  • Aldís lenti í 3. sæti í einliðaleik í hópnum sínum.
  • Elmar Blær sigraði í einliðaleik U13 og lenti í 2. sæti með Jakobi Unnari úr UMF Þór í tvíliðaleik í U13
  • Sara lenti í 2. sæti í einliðaleik í U15-U17 og sigraði í tvíliðaleik með Maríu Ólafsdóttur úr Hamri í U15-U17.
  • Bjarki Rúnar lenti í 2. sæti í einliðaleik í U15
  • Elvar Jóhann sigraði í einliðaleik U17-U19 og sigraði tvíliðaleik með Viktori Helga Gizurarsyni úr Hamri í U17-U19

UNGLINGAMÓT ÞÓRS Á ÞORLÁKSHÖFN

KEPPNISFERÐ SAMHERJA Á UNGLINGAMÓT ÞÓRS Á ÞORLÁKSHÖFN
17-18. FEBRUAR 2012.

Unglingamót Þórs verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn helgina 17.–18. febrúar 2012. Mótið er fyrir börn og unglinga, U11 – U19, í B- og C-flokk. Mótið er opið öllum sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum fyrir félagið sitt eða deild. Mótið hefst stundvíslega kl. 10. Byrjað verður á einliðaleikjum hjá U11 og á tvíliðaleikjum hjá U13 – U19.
Keppt verður í fjórum flokkum:
U11: Snáðar/Snótir
U13: Hnokkar/Tátur
U15: Sveinar/Meyjar
U17: Drengir/Telpur
U19: Piltar/Stúlkur
Mótsgjöld:
U11 Einliðaleikur: Kr. 800,-
U13-U19 Einliðaleikur Kr. 1200,-
U13-U19 Tvíliðaleikur: Kr. 1000,-

Áætlunin er að leggja af stað föstudaginn 17.02.2012 kl 16.30 frá Hrafnagili. Áætlað er að farið verði á einkabílum. Gott er að taka með sér nesti og pening fyrir mótsgjaldi og til að kaupa mat í sjoppunni.

Vonast til að sjá sem flesta á þessu frábæra móti fyrir byrjendur sem og lengra komna.

Hægt er að skrá sig á lista sem hangir í andyri Íþróttamiðstöðvarinnar, einnig er hægt að hafa samband við Ivan eða Ivalu Birnu. Skráningu lýkur þriðjudaginn 14. febrúar.

Kveðja Ivan og Ivalu
Sími 8916694

Jólamót fullorðina 2011

Samherjar Badminton jólamót fullorðina 2011

 

 

Jólamót í badminton verður haldið í íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili
þann 28. desember 2011. Kl 17-22

Keppni hefst kl. 17:00 með einliðaleikjum og kl 18.30 byrja tvíliðaleikir. Gott er að vera mættur tímanlega (sirka 30 min fyrir) til að geta hitað vel upp fyrir leikina.

Mótsgjald:
Einliðaleikur kr 1000,-
Tvíliðaleikur kr 1000,-

Skráning er á staðnum.

Við hvetjum sem flesta til að koma að losna við jólakílóin. Vonast til að sjá sem flesta.

 

 

 

Upplýsingar:
Þjálfarar:
Ivan Falck-Petersen
sími. 8916694
Ivalu Birna

Samherjar Badminton – Opið tvíliðaleiksmót 2011

Opið tvíliðaleiksmót í badminton verður haldið í íþróttamiðstöðinni á Hrafnagili þann 19. nóvember 2011. Kl 11-18

Keppni hefst kl. 11:00 á laugardeginum. Gott er að vera mættur tímanlega (sirka 30 min fyrir) til að geta hitað vel upp fyrir leikina.

Keppt verður frá kl 11:00 til kl 15:00 fyrir unglinga en fullorðinsmótið hefst kl 14.00 og verður til kl. 18.00.

Keppt verður í þremur unglingaflokkum flokkum:
U-11: Snáðar/Snótir
U-13: Hnokkar/Tátur
U-15: Sveinar/Meyjar

Og tveimur fullorðinsflokkum
Fullorðinsflokkur Karlar/Konur A
Fullorðinsflokkur Karlar/Konur B

Mótsgjöld eru:
U-11: kr. 800,-
U-13, U-15 og Fullorðnir: kr 1000,-

Við hvetjum sem flesta til að skrá sig.
Vonast til að sjá sem flesta frá Eyjafirði og frá svæðinu umkring.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 16. nóvember 2011
Senda skal skráningar á staðalformi BSÍ (Excel skjali) til kristnes7@simnet.is

Upplýsingar:
Þjálfarar:                                     Foreldrafélag:
Ivan Falck-Petersen                      Gísli Úlfarsson sími. 8644731
sími. 8916694                               Ólöf Huld Matthíasdóttir sími. 4631388
Ivalu Birna Falck-Petersen              Sigurður Eiriksson sími. 8622181

Samherjar Badminton 2011-2012

Vonandi eru allir búnir að hafa það gott í sumarfríinu og eru tilbúnir til að taka nokkra spretti með badmintonspaðann í vetur  Við byrjum badmintontímabilið miðvikudaginn 7. september nk. kl. 20:00 – 22:00 fyrir fullorðna og fimmtudaginn 8. September kl. 16:00 – 17:00 fyrir börn og unglinga

Æfingatímarnir fyrir haustið eru sem hér segir:
Börn og unglingar:
Fimmtudagar kl. 16:00 -17:00 Allir
Laugadagar kl. 11.00 – 12.00 Byrjendur
Sunnudagar kl. 15.00 – kl 17.00 Lengra komnir
Fullorðnir:
Miðvikudagar kl. 20.00-21.00 Byrjendur.
Kl. 21.00-22.00 Lengra komnir
Laugardagar kl. 12.00 – 13.00 Byrjendur
Sunnudagar kl. 15.00 – 17.00 Lengra komnir

Badminton fyrir alla
Allir geta stundað badminton. Hjá Samherjum eru uþb. 25 börn og unglingar og uþb. 20 fullorðnir sem stunda badminton. Það eru spilarar á mismunandi getustigi, byrjendur sem lengra komnir. Komdu og prófaðu badminton, kannski er þetta eitthvað fyrir þig.

Upplýsingar:
Þjálfari: Ivan Falck-Petersen simi: 8916694
Aðstoðarþjálfari: Ivalu Birna Falck-Petersen
Foreldrafélag:

Gísli Úlfasson sími 8644731,
Sigurður Eiriksson sími 8622181 og
Ólöf Huld Matthíasdóttir sími 4631388.

Tengiliður stjórnar Samherja: Karl Frímannson sími 8628754

Hlakka til að sjá ykkur sem flest, gamla sem nýja spilara.