Aldursflokkamót í borðtennis!

Næsta laugardag, 2. desember, heldur Íþróttafélagið Akur aldursflokkamót í borðtennis í íþróttahúsinu við Glerárskóla.  Mótið er hluti af mótaröð Borðtennissambands Íslands og auk þess að gefa spilurum góða reynslu þá gefur það stig í heildarstigakeppni vetrarins.

Allir iðkendur Umf. Samherjar eru hvattir til þess að taka þátt í mótinu.  Flest þessi mót eru á suðvesturhorni landsins og því algjört dauðafæri að taka þátt þegar mót er hér á svæðinu.  Mótið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna og sjálfsagt fyrir alla  að taka þátt því svona mót bætir miklu við í reynslubankann.

Keppnistilhögun er í riðlum og síðan útsláttarkeppni upp úr þeim.

Þeir sem vilja taka þátt komi nafni og kennitölu til Sigurðar borðtennisþjálfara fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 29. nóvember.  Hægt er að skrá sig á æfingunni á morgun eða með tölvupósti á netfangið sigeiriks@gmail.com.

´Mótsboð Akurs er eftirfarandi:

Borðtennisdeild Akurs

Borðtennisdeild Akurs heldur unglingamót
laugardaginn 2. desember 2017 í þróttahúsi Glerárskóla.

Dagskrá mótsins:
Laugardagur 2. des

kl. 10:00 Einliðaleikur hnokka 2007 og yngri
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur táta 2007 og yngri
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur pilta 2005-2006
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur telpna 2005-2006
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur sveina 2003-2004
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur meyja 2003-2004
“ “ kl 10:00 Einliðaleikur drengja 2000-2002
“ “ kl. 10:00 Einliðaleikur stúlkna 2000-2002

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í öllum flokkum er
keppt í riðlum og síðan með einföldum útslætti. Vinna þarf 3 lotur.
Raðað verður í mótið samkvæmt keppnisreglum og styrkleikalista BTÍ.
Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.
Þátttökugjald í mótið er kr. 1000- greiðist á staðnum
Aðeins er hægt að leika í einum aldursflokki.
Mótsstjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka ef færri en 3 eru skráðir í flokkinn

Skráningar: Helgi Þór Gunnarsson s- 8582050 helgig@landsbankinn.is
Elvar Thorarensen s: 8434123 eth@samherji.is

Yfirdómari: Helgi Þór Gunnarsson
Mótsstjórn skipa: Elvar Thorarensen
Hlynur Sverrisson
Helgi Þór Gunnarsson

Síðasti skráningardagur er miðvikudagur 29. nóvember kl. 18:00.
Kennitölur þurfa að fylgja skráningum

Dregið verður í mótið miðvikudaginn
29. nóvember kl. 20:00

Kveðja
Elvar Thorarensen

ZUMBA – DANSGLEÐI – ZUMBA !!!!!

Zumba og dans fitness tímar þar sem sviti og gleði ræður ríkjum 😉

Skráning er hafin í sannkallaða dansgleði. Ungmennafélagið Samherjar ætlar að bjóða upp á Zumbatíma í Hrafnagilsskóla á mánudagskvöldum kl. 21.

Við byrjum strax næsta mánudag, 13 nóvember og verðum til 30. apríl (22 tímar).

Kennarar verða Arna Benný Harðardóttir zumbakennari og Brynja Unnarsdóttir dans fitness kennari.

Kostnaður er 18.000 kr fyrir námskeiðið og hægt er að skipta greiðslum í tvennt ef þess er óskað.

Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Söru Maríu í netfangið: saraogtorir@gmail.com

Þetta verður geggjað STUР 🙂

Upplýsingar um æfingatíma og þjálfara

Æfingatímar í borðtennis eru 3 í hverri viku og allir eru þeir fyrir alla aldursflokka, þ.e. frá um það bil 6 ára til hundrað og sex ára.  Við spilum frá hálf fimm til sex (16:30 – 18:00) á þriðjudögum og fimmtudögum og síðan frá hálf ellefu til tólf á sunnudögum (10:30 – 12:00).

Þjálfarar eru Sigurður Eiríksson og Ólafur Ingi Sigurðarson og þó yfirleitt sé bara annar þeirra með æfinguna reyna þeir að vera sem oftast tveir. Félagið býr yfir rafknúnum gjöfurum sem senda kúlur á fyrirfram ákveðna staði og verða þeir notaðir öðru hvoru við þjálfun.

Það er best að mæta tímanlega. Allar æfingar byrja á stuttri upphitun og síðan eru leikir, æfingar og spil. Iðkendur geta spilað berfættir eða í íþróttaskóm, sem er betra. Það er líka gott að mæta í buxum eða jakka með vösum því það sparar verulegan tíma að geta sótt nokkrar kúlur í einu í æfingum eða í spili.

Um það bil tíu mínútum fyrir lok æfinga hjálpast allir við að ganga frá í salnum þannig að næsti tími geti hafist án truflunar.