Veitingasala Umf. Samherja og Dalbjargar á Handverkshátíð 2018

Handverkshátíðin fer fram dagana 9. – 12. ágúst. Eins og venja er sjá Umf. Samherjar og Dalbjörg um veitingasölu á hátíðinni og er þessi viðburður mikilvægasta fjáröflun félaganna ár hvert. Þetta væri ekki hægt ef fólkið í sveitinni tæki ekki höndum saman og stæði við bakið á félögunum með því að mæta á vaktir í veitingasölu eða eldhúsi. Ekki þarf að mæta á margar vaktir og standa lengi því margar hendur vinna létt verk.

Skráning á vaktir í veitingasölu og eldhúsi fer nú fram og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í þessari gleði með okkur.

Inn á heimasíðu ungmennafélagsins, www.samherjar.is, er hægt að smella á hnapp sem opnar skráningarsíðuna fyrir vaktirnar.

Eldhús:
Þrískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 5 á hverja vakt
09:00 – 13:00
12:00 – 16:00
15:00 – 20:00
Ein vakt miðvikudaginn 8. ágúst

Veitingasala:
Tvískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 12 á hverja vakt
11:00 – 15:30
15:00 – 19:30
Krakkar sem eru að byrja í 8. bekk eru gjaldgengir í veitingasölu.
Ein vakt miðvikudaginn 8. ágúst

Krakkar:
Krakkarnir sjá um að vakta innganga og ferja brauð milli eldhúss og veitingasölu
Vaktaskipti á heila tímanum, róterað á milli vaktstöðva sem eru 6 talsins
11:00 – 19:00
Æskilegt er að sem flestir krakkar taki þátt en ekki þarf að vera allan daginn.

Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félaganna og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld ungmennafélagsins eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.

Sjáumst á Handverkshátíð 2018
Stjórn Umf. Samherja

Bakstur fyrir Handverkshátíð

Við ætlum að koma saman í skólaeldhúsinu og baka soðiðbrauð og konfektkökur fyrir Handverkshátíðina.

Soðiðbrauðið verður bakað mánudaginn 31. júli kl. 12
Konfektkökurnar verða bakaðar miðvikudaginn 2. ágúst kl. 15

Á heimasíðu ungmennafélagsins, www.samherjar.is, er að finna skráningarformið fyrir baksturinn en einnig er hægt að hafa samband við Óskar í síma 8692363 og skrá sig hjá honum.

Hvetjum þá sem ekki geta tekið þátt á Handverkshátíðinni sjálfri að skrá sig í baksturinn og taka þannig þátt í þessari mikilvægustu fjáröflun Ungmennafélagsins Samherja og Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.

Góð leið til að hitta sveitungana, kynnast nýju fólki og hafa gaman.

Stjórn Umf. Samherja

Handverkshátíð 2017

Nú styttist í Handverkshátíð en hún verður haldið 10. – 13. ágúst. Líkt og undanfarin ár sjá Umf. Samherjar og hjálparsveitin Dalbjörg um veitingasölu og gæslu á hátíðinni en þetta er langstærsta fjáröflunarverkefni sem ungmennafélagið tekur þátt í ár hvert og skiptir sköpum fyrir starfsemi félagsins.

Stjórn félagsins vill hvetja alla sem vettlingi geta valdið að bjóða fram krafta sína þessa helgi, hvort sem er með vinnu í veitingasölu, eldhúsi, gæslu eða bakstri fyrir helgina. Allir eru velkomnir til starfa, jafnt börn sem fullorðnir, og störfin eru fjölbreytileg, skemmtileg og unnin í góðum félagsskap 🙂

Einnig biður félagið um að hvert heimili styðji starfsemi þess og hjálparsveitarinnar Dalbjargar með því að gefa 2 skúffukökur eða 2 gulrótakökur til hátíðarinnar. Uppskriftir eru hér ef einhvern skortir slíkar: Kökuuppskriftir fyrir Handverkshátíð

Þeir sem eru klárir í einhverja vinnu; eldhús, veitingasölu eða gæslu, eru beðnir um að skrá sig hér á þessari síðu:
Skráningarsíða fyrir Handverk 2017
Einnig er hægt að senda póst á oskar@melgerdi.is eða hringa í síma 8692363. Í sama númer má skrá bökunarloforð.

Eldhús:
Þrískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 5 á hverja vakt
09:00 – 13:00
12:00 – 16:00
15:00 – 20:00

Veitingasala:
Tvískiptar vaktir alla dagana (fim-sun)
Æskilegt 13 á hverja vakt
10:30 – 15:00
15:00 – 19:30
Krakkar sem eru að byrja í 8. bekk eru gjaldgengir í veitingasölu.

Krakkar:
Krakkarnir sjá um að vakta innganga og ferja brauð milli eldhúss og veitingasölu
Vaktaskipti á heila tímanum, róterað á milli vaktstöðva sem eru 6 talsins
11:00 – 19:00
Æskilegt er að sem flestir krakkar taki þátt en ekki þarf að vera allan daginn.

Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félagsins og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.

Sjáumst á Handverkshátíð 2017
Stjórn Umf. Samherja

Þakkir

Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg vegna Handverkshátíðarinnar um liðna helgi. Takk fyrir að bjóða ykkur fram, að taka svona vel í að taka vakt eða baka, að setja básana upp eða taka þá niður. Takk fyrir að vera með. Við ykkur hin sem gátuð ekki verið með um helgina eða sáuð ykkur ekki fært að leggja ykkar að mörkum vil ég segja þetta: þetta er allt í lagi, þið verðið bara með á næsta ári.
Samherjara sönnuðu það enn og aftur hve samstaða og samhugur skiptir miklu máli þegar tekist er á við stór verkefni. 

Þvílík elja, þvílíkur metnaður, þvílíkur dugnaður.

Þið eruð öll frábær 🙂

Fyrir mér er þetta ómissandi helgi. Að fá að vinna með öllu þessu fólki, þessu glaða og duglega fólki, eru forréttindi. Að fá að vinna með öllum þessum krökkum, þessum lífsglöðu og áhyggjulausu krökkum er svo þroskandi. Fyrir mér er þetta málið. Þarna sé ég um hvað þetta snýst. Þetta er það sem gefur starfinu gildi, þetta er það sem gefur lífinu gildi.

Einn fyrir alla, allir fyrir einn.
Lifi ungmennafélagsandinn.

Óskar Þór Vilhjálmsson
Formaður Umf. Samherja