Anna fékk fyrirmyndarbikarinn

Fyrirmyndarbikar umf. Samherja var afhentur í fjórða sinn s.l. mánudag og að þessu sinni var það Anna Rappich sem fékk hann. Anna hefur bæði æft og keppt fyrir Samherja og þykir öðrum til fyrirmyndar í sinni íþróttamennsku. Hún er jákvæð og drífandi, æfir reglulega og er Íslandsmeistari í sínum flokki í þremur greinum frjálsra íþrótta. Félagsmenn færa Önnu bestu hamingjuóskir.

 

AnnaR_fyrirmyndarverðlaun_1.11 (2)

Breyttur æfingatími í sundi

Eins og tilkynnt var á síðustu sundæfingu þarf af óviðráðanlegum orsökum að breyta æfingatímanum í sundi. Frá 1. nóvember verða æfingarnar á þriðjudögum og fimmtudögum á eftirfarandi tímum:

Hornsíli (yngsti hópur) verða frá kl. 16:15 – 16:45

Höfrungar (miðhópur) frá kl. 16:45 – 17:30

Flugfiskar (elsti hópur) frá kl. 17:30 – 18:45 ásamt laugardagsæfingum frá kl. 9:30 – 10:30

Æfingabúðir í Ólafsfirði

Samherjar fara í badmintonæfingabúðir á Ólafsfirði þann 6. nóvember 2010. Æfingabúðirnar eru gott tækifæri fyrir bæði byrjendur og lengra komna til að bæta sig og hitta aðra badmintoniðkendur frá öðrum félögum.

Þjálfari í æfingabúðunum er Snjólaug Jóhannsdóttir frá TBR.

Áætlað er að leggja af stað á laugardeginum þann 6. nóv. kl. 09.00 frá Hrafnagilsskóla í einkabílum.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Ivan eða Ivalu í síma 891 6694 eða kristnes7@simnet.is.

Foreldrar eru velkomnir með.

Þátttökugjald er 2.000 – 3.000 kr.

Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt!

Halda áfram að lesa: Æfingabúðir í Ólafsfirði