Nýverið urðu breytingar á stjórn Samherja. Sigurður Friðleifsson, sem var varamaður, hefur tekið sæti formanns þar sem Karl Frímannsson óskaði eftir leyfi frá stjórnarstörfum.
Flokkur: Forsíða
Snjómokstur k. 10 á sunnudagsmorgunn
Kæru félagar.
Nú líður senn að lagningu gervigrassins á sparkvöllinn. Pípulagningarmennirnir munu ljúka við allar tengingar í næstu viku en þá verður hægt að hleypa hita á völlinn. Núna er hins vegar það mikill snjór að hitakerfið nær ekki að bræða hann af sér og því verðum við að handmoka svæðið því ekki er þorandi að fara með vinnuvélar inn á það. Allir sem vettlingi geta valdið eru því beðnir um að mæta kl. 10 á sunnudagsmorgunn með skóflu og snjóþotu (ekki grín) og hjálpast að við að hreinsa völlinn. Margar hendur vinna létt verk og því mikilvægt að sem flestir komi.
Með kveðju frá stjórn Samherja.
Badmintonæfing á laugardag fellur niður
Badmintonæfingin á laugardag fellur niður þar sem Íslandsmótið í Taekwondo fer fram í íþróttahúsinu um helgina. Æfingin sem vera á kl. 16 á sunnudag helst óbreytt.
Sundæfing fellur niður
Vegna veikinda fellur sundæfing niður þriðjudaginn 16. nóvember.
Anna fékk fyrirmyndarbikarinn
Fyrirmyndarbikar umf. Samherja var afhentur í fjórða sinn s.l. mánudag og að þessu sinni var það Anna Rappich sem fékk hann. Anna hefur bæði æft og keppt fyrir Samherja og þykir öðrum til fyrirmyndar í sinni íþróttamennsku. Hún er jákvæð og drífandi, æfir reglulega og er Íslandsmeistari í sínum flokki í þremur greinum frjálsra íþrótta. Félagsmenn færa Önnu bestu hamingjuóskir.
Breyttur æfingatími í sundi
Eins og tilkynnt var á síðustu sundæfingu þarf af óviðráðanlegum orsökum að breyta æfingatímanum í sundi. Frá 1. nóvember verða æfingarnar á þriðjudögum og fimmtudögum á eftirfarandi tímum:
Hornsíli (yngsti hópur) verða frá kl. 16:15 – 16:45
Höfrungar (miðhópur) frá kl. 16:45 – 17:30
Flugfiskar (elsti hópur) frá kl. 17:30 – 18:45 ásamt laugardagsæfingum frá kl. 9:30 – 10:30