ÍSÍ Kvennahlaup Sjóvá 13.júní

Eftir rúma viku, laugardaginn 13. júní, verður Kvennahlaup ÍSÍ haldið í Eyjafjarðarsveit
Kynnið ykkur breytt fyrirkomulag hér í textanum fyrir neðan

  • Lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni
  • Elín danskennari mun sjá um upphitun sem hefst kl 10:40
  • Hlaupið hefst kl 11:00
  • Vegalengdir eru 2,5km og 5km
  • Allir fá Topp og vörur frá Nivea
  • Þátttakendur fá frítt í sund eftir hlaup
  • Hægt að greiða þátttökugjald á staðnum með pening eða korti

Í ár var hlaupið endurskoðað og ákveðið að gera breytingar út frá umhverfissjónarmiðum. Til að gera hlaupið sem umhverfisvænast var ákveðið að gefa ekki boli og verðlaunapeninga í ár.

Þess í stað verður til sölu bolur sem er 100% endurunninn úr blöndu af endurunninni lífrænni bómull ásamt endurunnu plasti. Hönnuðurinn Linda Árnadóttir hannaði grafíkina sem prýðir bolinn í ár. Bolurinn er hvítur og grafíkin er í dökkfjólubláum lit (eggplant). Linda kallar grafíkina „Ég, þú, við“ og táknar hún í grunninn kvennasamstöðu. Bolurinn er hugsaður sem fjölnota flík, hvort sem er í ræktinni eða undir blazer eða við gallabuxurnar.

Bolasalan verður einnig með öðru sniði í ár. Bolirnir verða eingöngu seldir í gegnum Tix.is. Bolurinn mun kosta 4.000 kr. fyrir fullorðna og 1.500 kr. fyrir börn. Upplagið af bolum er talsvert minna en undanfarin ár þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.
Fólk sem hefur áhuga á að hlaupa mun geta mætt í eldri Kvennahlaupsbol og einungis greitt þátttökugjald (hægt að ganga frá á Tix.is). Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir fullorðinn og 500 kr. fyrir barn. Fólk framvísar þá útprentuðum miðum frá Tix.is eða kvittun í síma. Þeir sem vilja greiða á staðnum geta að sjálfsögðu gert það.

https://www.facebook.com/watch/?v=282313449614331

Æfingar framundan

Í dag 2. júní verður síðasta frjálsíþróttaæfinging hjá Unnari. Frjálsar í sumar verða auglýstar innan skamms.

Fótboltaæfingar hefjast í næstu viku, 9. júní. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17 – 18 fyrir 6 ára til 8 ára og kl.18 – 19 fyrir 9 ára til 12 ára. Til að byrja með verður skráning á staðnum en til stendur að innleiða Nóra kerfið í okkar félagsstarf í sumar og skráningar færðar inn í gegnum Nóra.

Æfingagjöld haustönn 2019

Ágætu sveitungar

Í vikunni voru sendar út innheimtukröfur fyrir æfingagjöld krakka fyrir HAUSTÖNN 2019. Bankakrafa er stofnuð fyrir hvert barn en þó án þess að tilgreina nafn barns. Vakni einhverjar spurningar er foreldrum og forráðamönnum bent á að senda póst á samherjar@samherjar.is 

Ágætu sveitungar

Um leið og gjaldkeri afsakar seinaganginn má benda á að aðalfundur UMF Samherja verður í haustannar byrjun þar sem kosið verður í stjórn félagsins og er öllum áhugasömun velkomið að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Aðalfundardagsetning verður auglýst síðar í sveitapóstinum og á upplýsingasíðum félagsins. Einnig stendur þetta innheimtufyrirkomulag á tímamótum hjá okkur þar sem við munum innleiða Nóra innan skamms.

Góðar kveðjur,

Stjórn UMF Samherja

Æfingar á næstunni

Í ljósi breyttra aðstæðna bæði hjá þjálfurum og aðstöðu verður dagskrá okkar eftirfarandi með sumarsniði í maí – með fyrirvara um breytingar (m.a. mætingu)

Mánudagur: kl.14-15 Fótbolti 6.-10.bekkur

Þriðjudagur: kl.14-15 Frjálsar 1.-4.bekkur, kl.15-16 Frjálsar 5.-.10. bekkur

Miðvikudagur: Kl.14-15 Fótbolti 3.-5.bekkur, kl.15-16 Boltatími 1.-2.bekkur

Fimmtudagur – engar æfingar

Föstudagur: Kl. 14-15 Fótbolti 3.-.5.bekkur, kl.15-16. Boltatími 1.-2. bekkur.