Badminton – niðurröðun á Unglingamóti TBS

Hér má sjá niðurröðun leikja á Unglingamóti TBS í badminton ásamt tímasetningu þeirra:  https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=42C0CAE6-17AC-41B9-BDCE-13875EE02DEF 

Ég vil minna iðkendur og foreldra á að mæta tímanlega, vera með gott nesti og drykkjarföng, íþróttaföt, íþróttaskó og badmintonspaða 🙂 Ef eitthvað er óljóst má hafa samband við mig í síma 659 1334. Sjáumst á laugardaginn! 

Ivalu Birna

 

Breytingar á vetrardagskránni

Við vorum að breyta vetrardagskránni lítillega.

Frisbígolf er aftur komið á dagskrá á mánudögum kl. 17 – 18. Þjálfari verður Mikael Máni Freysson. Bjóðum Mikael Mána og frisbígolfið velkomin 🙂

Vegna fjölda í glímu þarf að breyta aldursskiptingu í fyrri tímanum
5. og 6. bekkur færast til kl. 15.

Opinn tími í badminton á föstudögum verður milli 19 og 20, fækkar um einn tíma vegna dræmrar mætingar.

Dagskrána má finna vinstra megin á heimasíðunni undir flipanum “Æfingatafla”

Ferðastyrkir UMSE

Þann 30. september rennur út umsóknarfrestur um ferðastyrki UMSE vegna ársins 2018. Styrkirnir ná til eftirfarandi verkefna skv. 5. grein vinnureglna stjórnar UMSE um ferðastyrki:

“a. Keppnisferðir og sýningar erlendis.
b. Æfingaferðir erlendis.
c. Keppnisferðir og sýningar innanlands.
d. Æfingaferða innanlands.
e. Æfinga og keppnisferðir á vegum sérsambanda, s.s. landsliðsverkefni, æfingar með úrvals eða afrekshópum (og öðrum sambærilegum verkefnum).”

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á www.umse.is .

Þeir iðkendur Umf. Samherjar sem eiga rétt á úthlutun úr sjóðnum eru hvattir til að nýta sér það.

Badminton – Unglingamót TBS

Unglingamót TBS 😊

Helgina 29. – 30. september mun Tennis og Badmintonfélag Siglufjarðar halda hið árlega Unglingamót TBS. Keppt verður í aldursflokkum U9 – U19 í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik og hefst keppni stundvíslega kl. 09:00 á bæði laugardag og sunnudag. Keppnisgjöld eru eftirfarandi:

                                            Einliðaleikur: 2.000 ,-

                                            Tvíliðaleikur: 1.500 ,-

                                            Tvenndarleikur: 1.500 ,-

Á næstu æfingu, miðvikudaginn 12. september, mun Ivalu kynna mótið fyrir badmintoniðkendum Samherja og athuga hvort áhugi sé fyrir hendi, að auki munu krakkarnir fá miða með sér heim sem inniheldur helstu upplýsingar um mótið. Ef tekin er ákvörðun um að fara á mótið er vonandi vel mögulegt að sameina í bíla á Siglufjörð auk þess sem gott væri að fá nokkra foreldra og/eða forráðamenn til að slást í hópinn, nánar um það síðar.

Skráningar sendist á netfangið ivalufalck@gmail.com eða í síma 659 1334 í síðasta lagi föstudaginn 21. september. Einnig er velkomið að hafa samband í fyrrnefnt netfang eða símanúmer fyrir frekari upplýsingar eða ef eitthvað er óljóst.

Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja byrjar laugardaginn 29. September. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir. 

Íþróttaskólinn verður samtals sex skipti þetta haustið: 29.09., 06.10., 13.10., 27.10., 03.11. og 10.11 frá kl. 9:15-10:00 Mikilvægt er að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt.  Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og er skráning á netfang Ungmennafélagsins, samherjar@samherjar.is, þar sem fram þarf að koma fullt nafn og kennitala barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.  Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. 

Sjáumst í íþróttahúsinu 🙂