Æfingagjöld haustönn 2019

Ágætu sveitungar

Í vikunni voru sendar út innheimtukröfur fyrir æfingagjöld krakka fyrir HAUSTÖNN 2019. Bankakrafa er stofnuð fyrir hvert barn en þó án þess að tilgreina nafn barns. Vakni einhverjar spurningar er foreldrum og forráðamönnum bent á að senda póst á samherjar@samherjar.is 

Ágætu sveitungar

Um leið og gjaldkeri afsakar seinaganginn má benda á að aðalfundur UMF Samherja verður í haustannar byrjun þar sem kosið verður í stjórn félagsins og er öllum áhugasömun velkomið að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Aðalfundardagsetning verður auglýst síðar í sveitapóstinum og á upplýsingasíðum félagsins. Einnig stendur þetta innheimtufyrirkomulag á tímamótum hjá okkur þar sem við munum innleiða Nóra innan skamms.

Góðar kveðjur,

Stjórn UMF Samherja

Æfingar á næstunni

Í ljósi breyttra aðstæðna bæði hjá þjálfurum og aðstöðu verður dagskrá okkar eftirfarandi með sumarsniði í maí – með fyrirvara um breytingar (m.a. mætingu)

Mánudagur: kl.14-15 Fótbolti 6.-10.bekkur

Þriðjudagur: kl.14-15 Frjálsar 1.-4.bekkur, kl.15-16 Frjálsar 5.-.10. bekkur

Miðvikudagur: Kl.14-15 Fótbolti 3.-5.bekkur, kl.15-16 Boltatími 1.-2.bekkur

Fimmtudagur – engar æfingar

Föstudagur: Kl. 14-15 Fótbolti 3.-.5.bekkur, kl.15-16. Boltatími 1.-2. bekkur.

Engar æfingar mánudag-miðvikudag

Vegna endurskipulagningar á kennslu og starfssemi íþróttamiðstöðvar falla niður allar æfingar hjá okkur mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Félaginu ber skylda til þess að endurspegla áherslur sveitafélagins samkvæmt tilmælum heilbrigðisráðherra. Unnið verður að því næstu daga í samráði við alla hvaða dagskrá við getum boðið upp á fyrir iðkenndur okkar.

Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja fer aftur af stað í mars með fyrirvara um næga þátttöku. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir.

Íþróttaskólinn verður á laugardögum á tímabilinu 07.03. – 04.04., samtals fimm skipti, frá kl. 09:15-10:00. Eins og áður er mikilvægt að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt.

Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og fer skráning fram hjá umsjónarmanni í netfangið sonja@internet.is, þar sem fram þarf að koma kennitala og fullt nafn barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.

Sjáumst í íþróttahúsinu 🙂