Bústólpamót UMSE í frjálsíþróttum 20. og 26. júní

UMSE mun á næstu dögum halda létt og skemmtilegt mót. Mótið fer fram á tveimur kvöldum á tveimur stöðum. Mótið er opið öllum.
Fyrri dagurinn er 20. júní og fer fram á Æskuvelli á Svalbarðseyri. Seinni dagurinn er 26. júní og fer fram á Dalvíkurvelli.

Á Æskuvelli er keppt í eftirtöldum flokkum og greinum beggja kynja:
9 ára og yngri: 60m og boltakast
10-11 ára: 60m og boltakast
12-13 ára: 60 m og hástökk
14-15 ára: 100 m og hástökk
16 ára og eldri: 100 m og hástökk

Á Dalvíkurvelli er keppt í eftirtöldum flokkum og greinum beggja kynja:
12-13 ára: Kúluvarp og sleggjukast
14-15 ára: Kúluvarp, sleggjukast og kringlukast
16 ára og eldri: Kúluvarp, sleggjukast og kringlukast

Skráning á mótið fer fram á mótaforriti FRÍ (mot.fri.is). Þáttökugjald er 500.- kr. á hverja grein. Búið er að opna fyrir skráningu á mótaforritinu og drög að tímaseðli eru einnig birt þar. Skráningu fyrir keppni á Æskuvelli (20. júní) lýkur kl. 20:00 19. júní. Skráningu fyrir keppni á Dalvíkurvelli (26. júní) lýkur kl. 20:00 25. júní. Endanlegur tímaseðill mun liggja fyrir þegar skráningu er lokið. Nánari upplýsingar hjá þjálfara.

Kveðja,
Frjálsíþróttanefnd UMSE