Búningaæfing og badmintonmót

Búningaæfing var áður auglýst 10. feb. en þar sem það er Öskudagur og engin æfing þann dag verður búningaæfingin laugardaginn 6. febrúar.  Hlakka til að sjá hvað þið eruð hugmyndarík J

Það verður æfing laugardaginn 13. febrúar !

 

Laugardaginn 20. febrúar verður Unglingamót Þórs haldið í Þorlákshöfn.  Keppt verður í flokkum U-11 upp í U-19 og hefst keppni stundvíslega kl. 10.  Í U-11 flokki verður eingöngu keppt í einliðaleik þar sem spiluð er ein lota upp í 21 og því enginn úrslitaleikur – allir vinna.

Í flokkum U-13 til U-19 verður keppt í einliða- og tvíliðaleik og spilað með útsláttarfyrir-komulagi og spila allir því a.m.k. tvo leiki.

Mótsgjöld eru eftirfarandi:    Einliðaleikur 1200.-          Tvíliðaleikur 1000.-

Skoðað verður með það að fara saman í rútu á föstudegi og gist eina nótt en það skýrist þegar við vitum hver fjöldinn verður sem hefur hug á að fara.

Skráning á Unglingamót Þórs þarf að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20

til Sonju, sonja@internet.is eða í síma 699 3551.