Breytt tímatafla í borðtennis

Almenn borðtennisæfing sem var á mánudögum hefur verið færð yfir á þriðjudaga. Æfingin er frá 17:30 til 18:30.

Jafnframt færist borðtennis 60 ára og eldri til á þriðjudögum og er nú milli 16:30 og 17:30 í stað 19:00 og 20:00. Æfingin er nú í íþróttasalnum en ekki í Hjartanu.

Æfingataflan er því sem hér segir:

Sunnudagar        10:30 til 12:00 – byrjendur, eldri og 60+
Þriðjudagar         16:30 til 17:30 – 60 ára og eldri
Þriðjudagar          17:30 til 18:30 – byrjendur, eldri og 60+
Fimmtudagar      16:00 til 17:00 – 60 ára og eldri
Fimmtudagar 17:00 til 18:30 – byrjendur, eldri og 60+
Föstudagar          16:15 til 17:15 – byrjendur

Auk þessa verða áfram borðtennisborð í „Hjartanu“ frá 17:15 á föstudögum fram að lokun íþróttamiðstöðvar á laugardögum.  Hægt verður að æfa þar frjálst á þeim tíma en starfsfólk íþróttamiðstöðvar hleypir fólki til æfinga. 

(Þessi möguleiki er ekki í boði fyrir yngstu iðkendurna heldur yrðu þeir að vera í fylgd með foreldrum/fullorðnum. )

Hlökkum til að sjá ykkur á æfingu.

Með kveðjum frá þjálfurunum,
Sigurður Eiríksson, sími 862-2181 tölvupóstur sigeiriks@gmail.com