Breytingar á vetrardagskránni

Við vorum að breyta vetrardagskránni lítillega.

Frisbígolf er aftur komið á dagskrá á mánudögum kl. 17 – 18. Þjálfari verður Mikael Máni Freysson. Bjóðum Mikael Mána og frisbígolfið velkomin 🙂

Vegna fjölda í glímu þarf að breyta aldursskiptingu í fyrri tímanum
5. og 6. bekkur færast til kl. 15.

Opinn tími í badminton á föstudögum verður milli 19 og 20, fækkar um einn tíma vegna dræmrar mætingar.

Dagskrána má finna vinstra megin á heimasíðunni undir flipanum “Æfingatafla”