Breytingar á tímatöflu

Það hafa orðið breytingar á tímatöflu Samherja sem var kynnt á skólasetningu.  Boltatímar sem Ódi ætlaði að vera með í vetur falla niður, þannig að það verða ekki tímar kl. 16 á þriðjudögum og fimmtudögum eins og áætlað hafði verið.
Verið er að ganga frá ráðningu þjálfara í boltatíma í vetur og tímasetningar verða kynntar um leið og hægt er.
Fylgist því vel með hér á  heimasíðunni  en þar verða settar inn upplýsingar.
Eftirfarandi er klárt og hefjast æfingar mánudaginn 26. ágúst.
 Frjálsar: yngsta stig kl. 14-15 og miðstig og elsta stig kl. 15-16 á þriðjudögum og fimmtudögum
Badminton: miniton (5-8 ára) kl. 10-11 á laugardögum. 15 ára og yngri kl. 17-18 á miðvikudögum og 11-12 á laugardögum.
Keppnishópur 19-20 á miðvikudögum og 20-21 á sunnudögum. Almennur hópur kl. 20-21 á miðvikudögum og 19-20 á sunnudögum.  Almennur hópur og keppnishópur saman á föstudögum 17-19.
Borðtennis: Yngri hópur kl. 18-19 á mánudögum og fimmtudögum, eldri hópur kl. 19-20.  Fullorðnir(án þjálfara) kl. 20-22.  Körfubolti fullorðinna kl. 21-22 á miðvikudögum og kl. 11-12 á sunnudögum.
 Sundið bætist vonandi við fljótlega.