Borðtennisiðkendur komnir í sumarfrí.

Síðasta borðtennisæfing vetrarins var í gær, sunnudaginn 31. maí, og lauk henni með snyrtilegri og hóflegri ísneyslu iðkenda í boði þjálfaranna.

Á sama tíma lauk Norðurlandsdeildinni í borðtennis í meistaraflokki og mega Samherjasveitirnar vel við una með árangurinn.  Þeir sem kepptu í deildinni í vetur voru:  Jón Elvar Hjörleifsson, Jonas Bjork og Ólafur Ingi Sigurðarson í A-sveit og Gísli Brjánn Úlfarsson, Sigurður Ingi Friðleifsson, Rósberg Halldór Óttarsson, Sigurður Eiríksson og Sindri Sigurðarson í B-sveit.

Báðar sveitirnar fengu 4 stig í keppninni en B-sveitin lenti sjónarmun ofar í töflunni og hlaut 5. sætið af 7 mögulegum.   Keppnin var skemmtileg og verður enn skemmtilegri næsta vetur.

Þjálfarar senda iðkendum og aðstandendum þeirra bestu þakkir fyrir veturinn.  Hlökkum til að sjá ykkur á æfingum að loknu sumarfríi.