Borðtennisæfingar – örlítil breyting í dag.

Í dag er lýst kjöri á Íþróttamanni UMSE 2015 við hátíðlega athöfn í Laugarborg sem hefst klukkan 18:00.  Jafnframt fá ýmsir aðrir íþróttamenn á svæðinu viðurkenningu fyrir frammistöðu á árinu sem leið.
Þar sem stór hluti eldri hóps borðtennisiðkenda Samherja hefur verið boðaður í Laugarborg kl. 18:00 færist æfing þeirra til klukkan 19:00.  Æfing yngri hóps er kl. 17:00 eins og ekkert hafi í skorist en engin borðtennisæfing er því milli 18 og 19 í dag.  Þeir sem þangað áttu að mæta eru velkomnir kl. 19:00 eða upp úr því.  Sjáumst.