Bókagjöf frá KSÍ

Samherjum hefur borist bókagjöf frá KSÍ. Um er að ræða bókina “100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu” sem Sigmundur Ó. Steinarsson hefur skrifað og gefur út ásamt KSÍ. Um er að ræða fyrra bindi sem geymir sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu frá upphafi 1912 til ársins 1965 en seinna bindið sem kemur út í nóvember 2011 mun geyma söguna frá árinu 1965 til og með 100. Íslandsmótinu árið 2011.

Um er að ræða glæsilegt rit þar sem rakin er saga vinsælustu íþróttagreinar á Íslandi auk þess sem birtar eru fjölmargar myndir sem margar hverjar hafa aldrei áður birst opinberlega.

Bókin er aðgengileg á Bókasafni Eyjafjarðarsveitar en ef einhver hefur áhuga á að eignast eintak af bókinni má hafa samband við Sigmund Ó. Steinarsson í síma 669-1304 eða senda tölvupóst á soss@simnet.is.

Stjórn Samherja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*