Bíóferð badmintonhópsins

Á morgun ætla badmintonkrakkarnir að skella sér í bíó. Við ætlum að hittast í íþróttahúsinu kl 17.15 og vonumst til að einhverjir foreldrar mæti líka til að hjálpa okkur að komast í og úr bænum. Myndin verður ákveðin á morgun (annaðhvort LEGO movie eða Ævintýri herra Píbodís og Sérmanns) og takið endilega með 3D gleraugu. Börnin þurfa að borga sjálf fyrir bíómiðann og annað sem þau versla sér. Allir krakkar sem hafa verið að taka þátt í badmintoninu í vetur eru velkomnir með 🙂