Bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum

Bikarkeppni FRÍ innanhúss var haldin 18. febrúar í Laugardalshöll. Þar varð Kristján Godsk Rögnvaldsson bikarmeistari í 800m á stórbætingu 1:54,16 mín. Hann varð síðan þriðji ásamt félögum sínum í sveit Norðurlands í 4x400m boðhlaupi. Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir tók þriðja sætið í 60m grindahlaupi á 9,54 sek og Sveinborg Daníelsdóttir varð þriðja í stangarstökki. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Norðurlandskonur urðu í 2. sæti í stigakepninni og strákarnir í 3. sæti. Í heildina varð lið Norðurlands í 3. sæti í bikarkeppninni. Flottur árangur hjá flottu frjálsíþróttafólki.