Badmintonmót á Þorlákshöfn

Laugardaginn 8. febrúar fer fram Unglingameistaramót í badminton (B&C flokki) á Þorlákshöfn og spilað er í flokkum U11-U19. Stefnt er að því að leggja af stað með lítilli rútu um kl. 16 föstudaginn 7. febrúar og svo verður keyrt heim á laugardagskvöldi að móti loknu (áætluð heimkoma er um og eftir miðnætti). Samherjar ætla að greiða allan kostnað við þetta mót fyrir iðkendur sína (rútuferð, keppnisgjöld og gistingu). Iðkendur þurfa þó að sjá sér sjálfir fyrir fæði.  Nánari upplýsingar og skráning á mótið er hjá Ivalu þjálfara í síma 659-1334. Skráningu þarf að vera lokið fyrir mánudagskvöldið 3. febrúar. Vonumst eftir góðri þátttöku 🙂