Badmintonæfingar falla niður

Badmintonæfingar falla niður á laugardaginn vegna þátttöku iðkenda á Norðurlandsmóti. Síðustu laugardagsæfingar verða 18. maí og hvetjum við alla, sem eitthvað hafa komið á þær æfingar í vetur, að koma og vera með.

Óskum badmintonspilurum góðs gengis á Norðurlandsmótinu, sem haldið er á Siglufirði að þessu sinni.