UMF Samherjar átti tvo fulltrúa á Íslandsmóti unglinga í badminton, sem haldið var á Akranesi sl. helgi.
Hildur Marín lenti í erfiðum riðli í einliðaleik, vann einn leik og stóð vel í öðrum mótherjum. Hún spilaði tvíliðaleik með Maríu Rún frá Akranesi en eftir einn unninn leik lentu þær á móti ríkjandi Íslandsmeisturum í U15 og lutu því miður í lægra haldi.
Enok Atli vann sinn riðil í einliðaleik í U13 B og komst þar með í undanúrslit. Hann gerði sér svo lítið fyrir og vann bæði undanúrslitarleikinn og úrslitarleikinn nokkuð örugglega og er hann því Íslandsmeistari í U13 B. Hann spilaði tvíliðaleik með Stefáni Geir úr TBR og lentu þeir einnig á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og biðu lægri hlut eftir hörkuleik.
Óskum Hildi Marín og Enok Atla til hamingju með flotta frammistöðu 🙂