Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja

Við minnum á að aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja verður haldinn að kvöldi sprengidags eða þriðjudagskvöldið 4. mars kl. 20 í Félagsborg. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða mögnuð skemmtiatriði í hléi og tíundi hver gestur fær vinning!! Í boði verða ljúffengar veitingar sem hlutleysa saltið úr sprengidagssúpunni.
Hlökkum til sjá ykkur – Stjórnin

Guðmundur Smári kjörinn íþróttamaður UMSE 2013

Guðmundur Smári Daníelsson frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum, var hlutskarpastur í kjörinu um íþróttamann UMSE, sem fór fram í gær. Auk þess  var hann útnefndur frjálsíþróttamaður UMSE. Guðmundur átti frábært ár á frjálsíþróttavellinum á síðasta ári, þar sem hann landaði m.a. 4. íslandsmeistaratitlum í unglingaflokkum.   Glæsilegur árangur hjá þessum unga frjálsíþróttamanni og óskum við honum innilega til hamingju!

Guðmundur Smári var ekki eini Samherjinn sem fékk viðurkenningu í gær, en í kjörinu um íþróttamann ársins voru einnig Haukur Gylfi Gíslason sem útnefndur var badminton maður ársins og Rebekka Garðarsdóttir sem útnefnd var sundmaður ársins.  Þá var Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir einnig tilnefnd fyrir góðan árangur í frjálsum.

Auk ofangreindra þá fengu þau Aldís Sigurðardóttir, Andri Ásgeir Adolfsson, Valdís Sigurðardóttir, Katrín Sigurðardóttir og Elmar Blær Arnarsson viðurkenningar fyrir að komst í úrvalshóp BSÍ í badminton og Sveinborg Katla Daníelsdóttir fékk viðurkenningu fyrir íslandsmet í stangarstökki.

Frábær árangur!!!     Til hamingju öll.

 

FRJÁLSÍÞRÓTTA ÆFINGABÚÐIR

UMSE mun halda árlegar frjálsíþróttaæfingabúðir á Dalvík 4.-5. janúar.
Þjálfarar verða Unnar Vilhjálmsson, einn reyndasti frjálsíþróttaþjálfari landsins og Þórunn Erlingsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari og verkefnastjóri unglingalandsliðsmála hjá FRÍ.
Þátttaka í æfingabúðunum er opin fyrir alla frjálsíþróttakrakka 11 ára og eldri.  Æfingar fara fram í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og gist verður í Dalvíkurskóla.
Gjaldið fyrir þátttöku í búðirnar er 4.500.- á mann. Ef einnig er tekið þátt í Nýársmóti er þátttökugjaldið 6.000.-. Innifalið er fullt fæði og gisting, allar æfingar og sund.
Búðirnar hefjast að loknu Nýársmóti UMSE í frjálsíþróttum laugardaginn 4. janúar.
Þátttaka í æfingabúðunum er opin fyrir alla frjálsíþróttakrakka 11 ára og eldri.
Félög utan UMSE eru velkomin til þátttöku.
Fararstjórar þurfa að fylgja þáttakendum frá hverju félagi (fararstjórar greiða ekki fyrir gistingu og fæði).
Skráning fer fram á netfanginu frjalsar@umse.is eða í síma 6602953 fyrir 30. desember.
Fyrirlestrar
Í tengslum við æfingabúðirnar verða tveir
opnir fyrirlestrar fyrir íþróttafólk. Sonja Sif Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur, mun fjalla um heilbrigðan lífstíl og Ellert Örn Erlingsson íþróttasálfræðingur og forstöðumaður íþróttamála á Akureyri mun fjalla um
markmiðasetningu í íþróttum.
Æfingar fara fram í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og gist verður í Dalvíkurskóla.

Jólasund

Í vikunni verður jólasund hjá Samherjum. Við munum fara í leiki og spiluð verða jólalög. Einnig fá krakkarnir eitthvað óvænt frá jólasveininum ;).

 

Mæting:

Höfrungar

16:15 miðvikudaginn 18.des

Hákarlar

16:30 fimmtudaginn 19.des

 

Hlakka til að sjá ykkur!

Kveðja

Anna Rún sundþjálfari