Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja byrjar laugardaginn 29. September. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir. 

Íþróttaskólinn verður samtals sex skipti þetta haustið: 29.09., 06.10., 13.10., 27.10., 03.11. og 10.11 frá kl. 9:15-10:00 Mikilvægt er að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt.  Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og er skráning á netfang Ungmennafélagsins, samherjar@samherjar.is, þar sem fram þarf að koma fullt nafn og kennitala barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.  Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. 

Sjáumst í íþróttahúsinu 🙂

Vel heppnuð sprett-þraut

Góð þátttaka var í sprett-þríþrautarkeppni, sem haldin var í og við íþróttamiðstöðina í dag. Keppnin var samstarfsverkefni UMF Samherja, íþróttamiðstöðvar og Þríþrautarfélags Norðurlands og var ekki annað að heyra á keppendum en ánægju með fyrirkomulag og alla umgjörð. Þátttökugjald rann óskipt til UMF Samherja en samstarfsaðilar binda vonir við að þetta geti orðið árlegur viðburður. Sjálfboðaliðar ungmennafélagsins stóðu sig að vonum vel og eiga þeir þakkir skildar 🙂 

Mótahelgin mikla!

Iðkendur UMF Samherja höfðu í nógu að snúast sl. helgi. 

Akureyrarmót í frjálsum íþróttum fór fram á Þórsvelli sl. laugardag og voru þar mætt til leiks hópur barna 8 ára og yngri.  

Á Árskógsströnd fór fram hið árlega Strandarmót en þar átti ungmennafélagið að sjálfsögðu lið – í fleirtölu 😉  6. og 8. flokkur kepptu á laugardaginn en 7. flokkur á sunnudaginn.  

Norðurlandsmótið í frisbígolfi var líka haldið um helgina en þar átti við flottan fulltrúa.  Trausti Freyr lenti í 2. sæti í undir 15 ára flokki eftir tap í bráðabana um sigurinn.

Eins og sést stóðu allir iðkendur sig með prýði þessa mótahelgi og var gleðin að sjálfsögðu við völd 🙂 

Trausti Freyr ásamt öðrum keppendum
Kátir krakkar í 6. flokki

Sigurreifir strákar í 7. flokki

Flottir frjálsíþróttakrakkar

Aukaaðalfundur

Aukaaðalfundur verður haldinn sunnudaginn 22. júlí kl. 18 í Félagsborg. 

Dagskrá fundar :

  • Samþykkt ársreiknings
  • Samþykkt félagsgjalda
  • Kosning varamanns í stjórn

Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórn UMF Samherja

Sjálfboðaliðar óskast!

Laugardaginn 4. ágúst fer fram sprett-þríþrautarkeppni í Hrafnagilshverfi.  Keppnin er í leiðinni fjáröflun fyrir UMF Samherja, þar sem þátttökugjald rennur óskert til Ungmennafélagsins.  Af þessu tilefni er óskað eftir sjálfboðaliðum (yngst einstaklingar fæddir 2005) til að sinna ákveðnum hlutverkum.  Það vantar a.m.k.:

Fjóra aðila til að telja sundferðir

Tvo-þrjá aðila til að vera við skiptisvæði keppenda

Þrjá aðila (fullorðna) til að standa við (og stöðva umferð ef þarf) gatnamót þar sem hjólað er

Einn-tvo aðila til að vera á snúningspunkti þangað sem hlaupið er

Keppnin sjálf stendur yfir frá kl. 12 á hádegi en reiknað er með að sjálfboðaliðar mæti með keppendum á fund kl. 11 þar sem farið verður yfir leiðir og annað.  Áætlað er að keppni ljúki kl. 14:30/15:00.

Áhugasamir hafi samband við Sonju í síma 699 3551 eða í netfangið sonja@internet.is með von um góðar undirtektir.

Að sjálfsögðu hvetjum við líka sem flesta í sveitinni til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði eða til að vera í klappliðinu 🙂

Fótbolti – Strandarmót 2018!

Strandarmótið í fótbolta verður haldið á Árskógsvelli í Dalvíkur-byggð helgina 21.-22. júlí.  Mótið verður með hefðbundnu sniði, styrkleikaskipt fyrir 6.-8. flokk, bæði fyrir stelpur og stráka:

Laugardagur 21. Júlí:     

                     8. flokkur (börn fædd 2012-13) 10:00 – 13:00

                     6. flokkur (börn fædd 2008-09) 13:00 – 16:00

Sunnudagur 22. júlí:      

                     7. flokkur (börn fædd 2010-11) 10:00 – 15:00

Pylsur, svali og þátttökugjöf að lokinni keppni.  Þátttökugjald er 2500.- á mann. 

Skráning fer fram hjá Sunnu í netfangið sunnaax@hotmail.com og er síðasti skráningardagur miðvikudagurinn 11. júlí.