Badminton – miniton, mót o.fl.

Framundan í yngri og eldri hópum í badminton:

Íslandsmót haldið á Akranesi 9.-11. mars

Páskafjör 24. mars

Norðurlandsmót haldið á Akureyri 12.-13. apríl

 

Minnum á Miniton en það er í boði fyrir alla krakka frá 5-8 ára aldri á laugardögum frá 10-11. Þar læra börnin undirstöðu í badminton í gegnum leiki og fjölbreyttar æfingar en hverju barni þarf að fylgja einn fullorðinn.

Badminton – Unglingamót Þórs, Þorlákshöfn

Hið árlega Unglingamót Þórs í Þorlákshöfn verður haldið laugardaginn 17. febrúar.  Mótið er fyrir börn og unglinga, U11 – U19, í B- og C-flokki, og hefst stundvíslega kl. 10.  Aðeins verður keppt í einliðaleik í U11 en keppt verður í riðlum í þeim flokki. Aðrir flokkar keppa í einliða- og tvíliðaleik.

Boðið verður upp á gistingu í skólanum, sem er við hliðina á íþróttahúsinu.

UMF Samherjar hafa fjölmennt á þetta mót, þegar veður og færð hefur leyft, og verið sigursælir. Skoðað verður með hópferð þegar fjöldi þátttakenda er orðin ljós en hugsanlega verða einhverjir á faraldsfæti þar sem þetta hittir á laugardag eftir vetrarfrí í skólanum.

Skráning og frekari upplýsingar fást hjá Sonju, gsm: 699 3551 eða sonja@internet.is.  Skráning verður að berast í síðasta lagi sunnudaginn 11. febrúar.

Kostnaður verður enginn fyrir þátttakendur.

Framundan í badminton

Laugardaginn 2. desember verður mót á Siglufirði og fellur æfingin því niður þann dag. Laugardaginn 9. desember verður jólatími þar sem báðir aldurshópar verða saman á milli 10 og 12. Reiknað er með því að allir komi með litla pakka, sem fara í aðrar hendur. Farið verður í leiki og fleira skemmtilegt gert. Síðasta æfing fyrir jólafrí verður svo laugardaginn 16. desember.

Badmintonmót á Siglufirði

Minnum á að skráningu á unglingamót TBS er að ljúka – allra síðasti séns er sunnudagurinn 26.11. kl. 18!  Mótið verður haldið laugardaginn 02. desember, 2017 í Íþróttahúsinu á Siglufirði og hefst keppni kl. 10:00.

Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í flokkum U-11, U-13, U-15 og U-17

Mótsgjald: U-11 kr: 1500
Eldri flokkar kr: 2000

Skráning sendist á sonja@internet.is.