Badminton – tímar og viðburðir næstu vikur

Badmintonæfingar falla niður næstu tvo laugardaga, 07. og 14. apríl, vegna móta í íþróttahúsinu.

Dagana 13. og 14. apríl verður Norðurlandsmót í badminton haldið í KA húsinu á Akureyri en það er ætlað bæði börnum og fullorðnum.  Reiknað er með að U11-U15 spili á föstudagseftirmiðdegi og fullorðnir á laugardag.  Skráning sendist á sonja@internet.is fyrir mánudaginn 09. apríl.

 

Badminton – Páskafjör og páskafrí

Brjótum upp æfinguna næsta laugardag, 24.03. frá 10-12, og bjóðum foreldrum að koma með börnum sínum, yngri og eldri hóp, og taka þátt í æfingaleikjum.  Núverandi og fyrrverandi iðkendur eru hvattir til að mæta en sett verður upp lítið mót ef næg þátttaka verður.  Að sjálfsögðu verður glaðningur í lokin 🙂

Hlé verður gert á æfingum í dymbilviku og páskahelgina og næsta æfing eftir páskafrí miðvikudaginn 04. apríl.