Badminton – Unglingamót TBS – B og C mót

Unglingamót TBS verður haldið laugardaginn 01. desember í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppni hefst kl. 10:00.

Keppt verður í  einliðaleik og tvíliðaleik í  flokkum: U-9  U-11  U-13  U-15  U-17:  (riðlar) í einliðaleik, ræðst af þátttöku.

Mótsgjald:   Einliðaleikur kr. 1500.-, tvíliðaleikur kr. 1500.-

Sonja tekur við skráningum á mótið til sunnudagsins 25.11. í netfangið sonja@internet.is.

 

Frjálsar íþróttir – Silfurleikar ÍR

Silfurleikar ÍR verða laugardaginn 24. nóvember. Farið verður frá Boganum á föstudaginn (23. nóv.) kl. 10:00 – gist á Hótel Cabin. Keppnin er allan laugardaginn og verður keyrt heim um kvöldið.

Kostnaður: Rúta: 7000.- (3500×2), gisting með morgunmat: 3500.-, keppnisgjald: 3000.- kr. 11 ára og yngri, 3000.- tvær greinar hjá 12 ára og eldri og 4000.- þrjár greinar eða fleiri. 

Reiknað er með að keppendur hafi með sér nesti á leiðinni og á mótið og pening fyrir mat á bakaleiðinni.

Frjálsar – Minningarmót Ólivers

Minningarmót Ólivers fer fram sunnudaginn 18. nóvember í Boganum, frá kl. 11.  Skráning fer fram á æfingu hjá Unnari í vikunni. Einnig er óskað eftir starfsfólki á mótið og er fólk beðið um að gefa sig fram við Þórhall Másson, formann UFA, í síma 861-0002.

Badminton – niðurröðun á Unglingamóti TBS

Hér má sjá niðurröðun leikja á Unglingamóti TBS í badminton ásamt tímasetningu þeirra:  https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=42C0CAE6-17AC-41B9-BDCE-13875EE02DEF 

Ég vil minna iðkendur og foreldra á að mæta tímanlega, vera með gott nesti og drykkjarföng, íþróttaföt, íþróttaskó og badmintonspaða 🙂 Ef eitthvað er óljóst má hafa samband við mig í síma 659 1334. Sjáumst á laugardaginn! 

Ivalu Birna

 

Badminton – Unglingamót TBS

Unglingamót TBS 😊

Helgina 29. – 30. september mun Tennis og Badmintonfélag Siglufjarðar halda hið árlega Unglingamót TBS. Keppt verður í aldursflokkum U9 – U19 í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik og hefst keppni stundvíslega kl. 09:00 á bæði laugardag og sunnudag. Keppnisgjöld eru eftirfarandi:

                                            Einliðaleikur: 2.000 ,-

                                            Tvíliðaleikur: 1.500 ,-

                                            Tvenndarleikur: 1.500 ,-

Á næstu æfingu, miðvikudaginn 12. september, mun Ivalu kynna mótið fyrir badmintoniðkendum Samherja og athuga hvort áhugi sé fyrir hendi, að auki munu krakkarnir fá miða með sér heim sem inniheldur helstu upplýsingar um mótið. Ef tekin er ákvörðun um að fara á mótið er vonandi vel mögulegt að sameina í bíla á Siglufjörð auk þess sem gott væri að fá nokkra foreldra og/eða forráðamenn til að slást í hópinn, nánar um það síðar.

Skráningar sendist á netfangið ivalufalck@gmail.com eða í síma 659 1334 í síðasta lagi föstudaginn 21. september. Einnig er velkomið að hafa samband í fyrrnefnt netfang eða símanúmer fyrir frekari upplýsingar eða ef eitthvað er óljóst.