Nánar um Akureyrarmót í frjálsum

Gleðilegt sumar!

Skráningarfrestur á Akureyrarmótið í frjálsum íþróttum hefur verið framlengdur og er hægt að skrá sig hjá Unnari (868 4547) til morguns, föstudags. Mótið fer fram í Boganum sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 11. Þrautabraut er fyrir 9 ára og yngri, 10 ára og eldri keppa í greinum og má sjá tímaröðun greina hér: http://82.221.94.225/MotFri/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=M-00000472.

Vonandi munum við eiga sem flesta fulltrúa á þessu móti – Áfram Samherjar 🙂

Akureyrarmót í frjálsum íþróttum

Akureyrarmótið í frjálsum íþróttum fer fram sunnudaginn 28. apríl í Boganum. Mótið hefst kl. 10 og stendur fram eftir degi. Keppt verður í öllum flokkum, 10 ára og yngri og upp úr. Skráning er hjá Unnari til miðvikudagskvölds (24.04.), í síma 868 4547, þar sem fram þarf að koma nafn og kennitala þátttakanda.

Áfram Samherjar 🙂

Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja verður í fjögur skipti núna á vormánuðum að því gefnu að næg þátttaka fáist. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir.  Íþróttaskólinn verður laugardagana 27.04., 04.05., 11.05. og 18.05, frá kl. 10:15-11:00. Eins og áður er mikilvægt að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt.  Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og er skráning á netfang Ungmennafélagsins, samherjar@samherjar.is, þar sem fram þarf að koma kennitala og fullt nafn barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.  Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. 

🙂

Sjáumst í íþróttahúsinu

Sveita-Zumba

Þórunn Kristín Sigurðardóttir, zumbakennari, kemur í sveitina til okkar! Við dönsum í Hjartanu á mánudagskvöldum kl. 20-21, hittumst í anddyri sundlaugarinnar. Nýtt námskeið byrjar mánudaginn 6. maí með fyrirvara um næga þátttöku. Verðið er 6.000.- kr. fyrir fjögur skipti og innheimt í gegnum UMF Samherja. Nánari upplýsingar og skráning hjá Rósu, sími 692 8355 eða á netfangið samherjar@samherjar.is