Badminton – unglingamót á Sigló

Unglingamót í badminton verður haldið í íþróttahúsinu á Siglufirði, laugardaginn 7. desember. Keppni hefst stundvíslega kl. 10.

Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í flokkum U-11 – U-17.

Mótsgjöld: Einliðaleikur 1000.-, tvíliðaleikur 1500.-

Þjálfari tekur á móti skráningum til sunnudagsins 01. desember.

Væri gaman að sjá sem flesta þátttakendur 🙂

Haustmót KA í badminton

Haustmót KA í badminton verður haldið í KA–húsinu á Akureyri 28.-29. september n.k.

Mótið hefst kl 9:00 á laugardeginum og gert ráð fyrir að ljúka mótinu fyrir 16:00 á sunnudeginum.

Keppt verður í öllum greinum í flokkum U11-U19 ef næg þátttaka fæst

Gert er ráð fyrir að mótið verði sett upp með eftirfarandi hætti

  • Riðlakeppni í einliðaleik.
  • Útsláttarkeppni í tvíliða og tvenndarleik.

Mótsgjöld: 2.000 kr pr. keppanda óháð fjölda greina

Skráning er hjá Ara þjálfara til laugardagsins 21. september.

Badmintonæfingar falla niður

Badmintonæfingar falla niður á laugardaginn vegna þátttöku iðkenda á Norðurlandsmóti. Síðustu laugardagsæfingar verða 18. maí og hvetjum við alla, sem eitthvað hafa komið á þær æfingar í vetur, að koma og vera með.

Óskum badmintonspilurum góðs gengis á Norðurlandsmótinu, sem haldið er á Siglufirði að þessu sinni.

Bryðjur á Rokköld

Dagana 25.-27. apríl fór fram Rokköld, öldungamót í blaki, í Keflavík. Öldungamótið er einskonar uppskeruhátíð blakara og síðasta mót vetrarins. Skemmtun og góður félagsskapur er einkennandi fyrir mótið þar sem gleðin er allsráðandi. Spennandi og skemmtilegir blakleikir eru svo til að toppa þetta allt saman.

UMFS Bryðjur mættu með tvö lið á mótið, annað liðið spilaði í 9. deild og hitt í þeirri 10. Liðið í 9. deild gerði sér lítið fyrir og vann deildina sem er glæsilegur árangur, sérstaklega þegar litið er til þess að liðið vann sig upp úr 10. deild á síðasta móti. Ekki gekk alveg eins vel hjá liðinu í 10. deild en þær áttu góða spretti og höfðu, líkt og hitt Bryðjuliðið, gleðina ávalt í fyrirrúmi.

Bryðjur eru svo sannarlega búnar að stimpla sig inn í blakheiminn, auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir konur á öllum aldri, þar sem gleði og hlátur hafa ráðið ríkjum síðastliðin fjögur ár.

Linda Margrét Sigurðardóttir

Norðurlandsmótið í badminton

Hið árlega Norðurlandsmót verður haldið dagana 10. – 11. maí næstkomandi í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt verður í unglingaflokkum og fullorðinsflokki, en samkvæmt mótsboðinu (sjá hér að neðan) er stefnt að því að láta unglingana keppa seinnipart föstudagsins 10. maí frá 17:00 en fullorðinsflokkinn á laugardeginum 11. maí. Allar nauðsynlegar upplýsingar má sjá í mótsboðinu (t.d. þátttökugjald) en nánari upplýsingar gef ég, Ivalu, í síma 6591334. Við frá Samherjum höfum alltaf verið með góða þátttöku á þessu móti og það er mín ósk að við gefum ekkert eftir í ár 🙂 Við munum að sjálfsögðu reyna að sameina í bíla á Siglufjörð báða dagana en ég myndi gjarnan vilja heyra í þeim foreldrum og/eða forráðamönnum sem sjá sér fært að mæta með krökkunum á mótið og væru þá jafnvel með pláss fyrir aðra krakka. Ég mun sjálf fara á bíl báða dagana svo það er pláss fyrir þrjá hjá mér. Síðasti skráningardagur á mótið er mánudagurinn 6. maí en skráning fer fram með því að hringja í mig í áðurnefnt símanúmer.

Kveðja, Ivalu Birna þjálfari

Mótsboð:

Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar

Norðurlandsmótið 2019

Verður haldið 10.-11.05.n.k.

Í Íþróttahúsinu  á Siglufirði

Keppt verður í unglingafl.  einliðal., tvíliðal., og tvendarl.   U-13   U-15/17  ef næg þátttaka, annars færast þau í karla- og kvennaflokka.

             U-11  einliða og tvíliðal.

Fullorðinsflokkar:  karlar – konur

Þátttökugjöld:  einliðaleikur 1500  tvíliðal. 1000 tvendarl.1000

                           U-11 einliðal. 1000  tvíliðal.  1000

Keppni hefst í U-11 og U-13  kl: 17.00 – 22.00  föstudag

Laugardagur kl: 10.00-?