Badminton – Íslandsmót unglinga 2018

Íslandsmót unglinga verður haldið á Akranesi helgina 9. – 11. mars nk.  Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu og mun mótið hefjast föstudaginn 9.. mars en það fer eftir skráningu hvenær dagsins það verður en vera má það hefjast kl 9 að morgni til ef skráning verður mikil. Nánari tímasetningar verða tilkynntar þegar allar skráningar hafa borist.

Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11, U13, U15, U17 og U19.

Í öllum flokkum verður leikið í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Á það líka við U11.

Boðið verður upp á gistingu annaðhvort í íþróttahúsinu eða í skólanum þar við hliðina á. Mun morgunverður fylgja þar með.

Vinsamlega athugið að íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetufrítt svæði. Allar vörur með hentum eru bannaðar í íþróttahúsinu. Flest orkustykki (t.d. Corny) innihalda hnetur, margar kextegundir og fleira.

Síðasti skráningardagur á þetta mót er laugardagurinn 24. febrúar og óskast skráningar sendar á netfangið sonja@internet.is.

Gaman væri að sjá sem flesta iðkendur UMF Samherja taka þátt í þessu móti en það er þeim að kostnaðarlausu.

Badminton – miniton, mót o.fl.

Framundan í yngri og eldri hópum í badminton:

Íslandsmót haldið á Akranesi 9.-11. mars

Páskafjör 24. mars

Norðurlandsmót haldið á Akureyri 12.-13. apríl

 

Minnum á Miniton en það er í boði fyrir alla krakka frá 5-8 ára aldri á laugardögum frá 10-11. Þar læra börnin undirstöðu í badminton í gegnum leiki og fjölbreyttar æfingar en hverju barni þarf að fylgja einn fullorðinn.

Badminton – Unglingamót Þórs, Þorlákshöfn

Hið árlega Unglingamót Þórs í Þorlákshöfn verður haldið laugardaginn 17. febrúar.  Mótið er fyrir börn og unglinga, U11 – U19, í B- og C-flokki, og hefst stundvíslega kl. 10.  Aðeins verður keppt í einliðaleik í U11 en keppt verður í riðlum í þeim flokki. Aðrir flokkar keppa í einliða- og tvíliðaleik.

Boðið verður upp á gistingu í skólanum, sem er við hliðina á íþróttahúsinu.

UMF Samherjar hafa fjölmennt á þetta mót, þegar veður og færð hefur leyft, og verið sigursælir. Skoðað verður með hópferð þegar fjöldi þátttakenda er orðin ljós en hugsanlega verða einhverjir á faraldsfæti þar sem þetta hittir á laugardag eftir vetrarfrí í skólanum.

Skráning og frekari upplýsingar fást hjá Sonju, gsm: 699 3551 eða sonja@internet.is.  Skráning verður að berast í síðasta lagi sunnudaginn 11. febrúar.

Kostnaður verður enginn fyrir þátttakendur.