Jólabadminton

Nú er komið að jólatíma í badminton á laugardaginn 19. des. Tíminn er fyrir alla frá 10-12 og við förum í leiki og skiptumst á pökkum. Pakkarnir mega ekki kosta meira en 1000kr.

Þessi æfing verður sú seinasta fyrir jólafrí.

Unglingamót TBS

Unglingamót TBS í badminton verður haldið helgina 10.-11. október í íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Mótsgjald er 2000kr fyrir þáttöku í einliðaleik og 1500kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik.

Við skulum endilega reyna að senda sem flesta keppendur frá okkur á þetta mót! Skráning er fullt nafn og kennitala send á netfangið joikjerulf@gmail.com. Lokafrestur fyrir skráningu er á sunnudagskvöldið næstkomandi, 04.10.

Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja fer aftur af stað í mars með fyrirvara um næga þátttöku. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir.

Íþróttaskólinn verður á laugardögum á tímabilinu 07.03. – 04.04., samtals fimm skipti, frá kl. 09:15-10:00. Eins og áður er mikilvægt að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt.

Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og fer skráning fram hjá umsjónarmanni í netfangið sonja@internet.is, þar sem fram þarf að koma kennitala og fullt nafn barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.

Sjáumst í íþróttahúsinu 🙂

Unglingamót Þórs, Þorlákshöfn, í badminton

Unglingamót Þórs verður haldið laugardaginn 29. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Mótið er fyrir börn og unglinga, U9 – U19, í B- og C-flokk. Mótið er opið öllum sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum fyrir félagið sitt eða deild. Mótið hefst stundvíslega kl. 10 og byrjað verður á einliðaleikjum hjá U9-U11.

Í U13 – U19 verður keppt í einliða- og tvíliðaleik, keppnisfyrirkomulag fer eftir þátttöku og áskilur mótstjórn sér rétt til að sameina flokka ef þátttaka er lítil í einstaka flokkum. Mótsgjöld eru 1500 kr í einliðaleik og 1200 kr í tvíliðaleik. Hægt er að fá gistingu í skólanum en hann er við hliðina á íþróttahúsinu. Þeir sem hafa áhuga á gistingu geta haft samband við Sirrý í síma 692-0641, með góðum fyrirvara.

Skráning á mótið er hjá Jóa þjálfara, joikjerulf@gmail.com, en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 24. febrúar.