Ferðastyrkir hjá UMSE

Stjórn UMSE veitir ferðastyrki til íþróttafólks innan UMSE vegna æfinga- og keppnisferða. Hægt er að sækja um fyrir einstaklinga eða hópa.
Stjórnin setur sér vinnureglur um þessa styrki og miðast þeir við fjárhag sambandsins að hverju sinni. Hver einstaklingur getur einungis fengið einn styrk á hverju ári. Íþróttafólk getur sótt sjálft um styrkinn til stjórnar, en umsóknina þarf að staðfesta af forráðamanni íþróttafélagsins. Einnig geta aðildarfélög sótt um styrki fyrir hönd iðkenda. Úthlutað er tvisar á ári, í júní og október. Umsóknarfrestur er til 31. maí og 30. september.
http://www.umse.is/styrkir – á þessari slóð eru umsóknareyðublöð fyrir styrkina.

Akureyrarmót í frjálsum

Það verður Akureyrarmót í frjálsum á næsta sunnudag 11:00-15:00 (sunnudaginn 15. apríl).
9 ára og yngri keppa í þrautum 12:00-13:20 en 10 ára og eldri frá 11:00 í 60m hlaupi, langstökki, skutlukasti, 600m hlaupi (+ kúlu og hástökki 12 ára og eldri)

Skráning fer fram hjá Unnari á frjálsíþróttaæfingu á morgun. Til að skrá þarf að gefa upp kennitölu.

Gert er ráð fyrir að foreldrar fylgi börnum sínum á mótinu.

Ný æfingatafla

Ný æfingatafla er tilbúin og er hana að finna undir flipanum “Æfingatafla” hér til vinstri.

Helstu breytingar eru:

  • Boltatímar fyrir mið- og unglingastig færðust frá mánudegi yfir á þriðjudag og byrja kl. 14
  • Frjálsarnar fengu nýjan tíma og nýjan þjálfara en Unnar ætlar að koma aftur og vera með frjálsar á fimmtudögum
  • Bandý fyrir unglingastig og fullorðna fékk aukatíma á sunnudögum kl. 12

Vonum við að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi á dagskránni