Kristbjörg Heiður Kristjánsdóttir stóð sig eins og meistari

Kristbjörg Heiður Kristjánsdóttir stóð sig eins og meistari á Desembermóti Óðins um síðastu helgi! Bætti sig um 23sek í 200bringu og 5sek í 100m bringu síðan í lok maí. Fyrir þá sem ekki þekkja sundíþróttina þykir 1-2 sek. bæting mjög góð.
Hún var í fríi frá æfingum í sumar eins og allir í Samherjum en mætti í laugina og synti sjálf, sem heldur betur borgaði sig. Ásamt því og miklum æfingum síðustu 3 mánuði er hún búin að ná lágmarki á AMÍ í báðum greinum. Tíminn sem hún náði í 100m bringu er undir làgmarkinu ætlað 15 ára stelpum! Hún bætti tímana sína í öllum greinum sem hún keppti í.
Til að ná árangri í íþróttum skiptir rétt hugarfar öllu og það hefur Kristbjörg margoft sýnt að hún hefur.

SUMARLEIKAR HSÞ að Laugum 28 – 29 júni

Samherjar ætla að taka þárr í sumarleikum HSÞ í frjálsum íþróttum.

Keppnisgreinar í boði eru:
9 ára og yngri: 60 m hlaup boltakast – langstökk – 600 m hlaup.
10-11 ára: 60 m hlaup – kúluvarp – langstökk – 600 m hlaup – hástökk – spjótkast – 4×100
12-13 ára: 60 m hlaup– kúluvarp – langstökk – 400 m hlaup – hástökk – 60 m grindahlaup –
spjótkast – 800m hlaup – 4×100 m boðhlaup.
14-15 ára: 100 m hlaup– langstökk – kúluvarp – 400m hlaup – 80 m og 100 m grindahlaup –
hástökk – spjótkast – 800 m hlaup – 4×100 m boðhlaup.
16-17 ára og karlar og konur: 60 m hlaup – 100 m hlaup – 200 m hlaup – 400 m hlaup –
800 m hlaup – 1500 m hlaup -100 m og 110 m grindahlaup – langstökk – spjótkast –
hástökk – kringlukast– kúluvarp –stangarstökk – 4×100 m boðhlaup

Samherji ætlar að þe að þessu sinni að greiða þátttökugjöld fyrir alla liðkendur sína sem
taka þátt í mótinu (2500 fyrir 9 ára og yngri og 3500 fyrir 10 ára og eldri).
Iðkendur verða að sjá um það sjálfir að koma sér á svæðið og heim aftur.
Tjaldsvæði er við hliðina á vellinum en borga þarf sérstaklega fyrir það sem og rafmagn.
Mótið hefst á laugardagsmorgni og því lýkur seinni part á sunnudegi.

Skránig er hjá Unnari í síma 8684547 eða á æfingu.