Sunddagur Samherja

Sunddagur Samherja Sumardaginn fyrsta í sundlaug Hrafnagils. Allir velkomnir milli kl. 14-17, kostar 500kr. Innifalið aðgangur í sund, sundkennsla frá sundkrökkunum og kaffi/kakó og vöfflur að sundi loknu. Peningurinn rennur í ferðasjóð sundmanna til Spánar á næsta ári. Komið og styðjið góðan málstað 🙂 Hlökkum til að sjá ykkur.

Til upplýsinga fyrir foreldra

Eins og þið hafið orðið vör við hefur Lilja Rögnvaldsdóttir byrjað að þjálfa hjá okkur.
Hún hefur lokið við skyndihjálp og björgun úr vatni og mun taka þjálfaranámskeið með vorinu. Ég (Bíbí) sé um að skrifa og semja æfingarnar fyrir hana auk þess sem ég hef verið að leiðbeina henni varðandi tækni og þjálfun. Hún er sjálf gamalkunnur sundmaður en hún æfði á sínum yngri árum sund hjá Sundfélaginu Ægi.
Lilja mun taka að meðaltali eina æfingu í viku, þá mánudagsæfingarnar fram að vori.
Vona að þið takið vel á móti henni. Bestu kveðjur, Bíbí

Páskasundmót

Haldið verður páskasundmót miðvikudaginn 28. mars. Krakkarnir mæta á sínum venjulega æfingatíma. Kostnaður við mótið er 500kr. fyrir alla en greiða verður fyrir mótið í síðasta lagi nk. mánudag.
Síðasta æfing fyrir páska verður fimmtudaginn 29. mars fyrir þau yngri en eldri krakkarnir mæta á æfingu 2., 3. og 4. apríl.
Bestu kveðjur, Bíbí s. 896-4648

Sundmót KR.
Áætlaður kostnaður fyrir ferðina er 10.000kr. innifalið er flug, gisting, matur og skráningargjöld.
Sundmenn þurfa að hafa með sér sundföt, létt íþróttaföt (stuttbuxur/íþr.buxur, stuttermabol og peysu), föt til skiptanna, dýnu eða vindsæng til að sofa á og svefnpoka eða sæng og kodda. Allur matur verður borinn fram í Laugalækjaskóla. Sólarhringsvakt verður í skólanum. Allur farangur keppenda verður á þeirra ábyrgð á meðan á mótinu stendur.

Í veitingasölu sundlaugar verður á boðstólum léttir réttir, samlokur, ávextir, orkudrykkir, kaffi og safar ásamt mörgu öðru á sangjörnu verði. Úr veitingasölu fæst góð yfirsýn yfir laugarsvæðið.

Sundmót KR helgina 10-12. febrúar
Nú er búið að bóka flug fyrir okkur til Reykjavíkur. Farið verður frá Akureyrarflugvelli kl. 13.40 föstudaginn 10. febrúar, mæting amk. hálftíma áður. Svo eigum við flug heim aftur kl. 13.00 sunnudaginn 12. febrúar.

Endanlegur kostnaður er ekki ljós en við hvetjum alla sem eiga harðfisk að halda áfram að selja og koma peningnum til Lilju.
Set inn nánari upplýsingar á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar.
bestu kveðjur, Bíbí s. 896 4648

Jólakveðja

Kæru sundmenn
Ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi sundár. Hlakka til að sjá ykkur hress og kát á nýju ári. Takk fyrir frábærar samverustundir á árinu sem er að líða.
Með jólakveðju, Bíbí