Þá fer sundvetrinum að ljúka. Síðasta æfing vetrarins verður fimmtudaginn 31. maí nk. Krakkarnir mega taka dót með sér á þá æfingu.
Takk fyrir skemmtilegan vetur, sjáumst hress í haust. Bestu kveðjur, Bíbí
Author: Ingibjörg
Lionsmót á Dalvík
Sundmótið gekk vonum framar. Sundfólkið okkar raðaði sér í bestu riðlana og stungu sér ekki án þess að bæta sig. Skemmtilegur dagur í alla staði, frábær hópur af sundmönnum sem við eigum 🙂 Knús á ykkur krakkar, þið stóðuð ykkur rosalega vel!!! kv. Bíbí
Æfingar fimmtudag og föstudag
Sæl öll
Æfingar þessa tvo daga verða frá 10-12.00. Flugfiskar – skyldumæting, höfrungar – val.
Hlakka til að sjá ykkur, bkv. Bíbí 895-9611
Sundmót Dalvík 12.maí
Ætlunin er að leggja af stað frá Hrafnagili kl. 9.10. Upphitun hefst kl. 10 en mótið kl. 10.45. Áætlað er að mótinu ljúki um kl. 15. Mætið vel klædd, munið eftir sundfötum, gleraugum og hettu. Mikilvægt er að koma með hollt og gott nesti. Ef einhverjir eru ekki komnir með far, vinsamlegast látið mig vita.
Hlakka til að sjá ykkur, bkv. Bíbí s. 895-9611
Sundmót á Dalvík laugardaginn 12. maí
Keppt verður í Sundlaug Dalvíkur, upphitun hefst kl. 10.00 og mót 10.45. Ætlunin er að fara á einkabílum eins og síðastliðin 2 ár. Ef einhverjir sjá sér fært um að keyra/sækja eða hvoru tveggja væri frábært að fá að vita það sem fyrst.
Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum greinum nema hnokka- og hnátuflokki. Í hnokka- og hnátuflokki fá allir þátttakendur verðlaun.
Skráningagjöld eru 350 kr. fyrir einstaklingsgreinar.
Hægt er að nálgast hvaða greinar eru í boði hjá mér á æfingum. Þar sem ég þarf að skrá krakkana í næstu viku er nauðsynlegt að fá að vita hvort ykkar barn mæti á mótið í síðasta lagi miðvikudaginn 25. apríl.
bkv. Bíbí s. 895-9611
Hornsílin byrja aftur
Hornsílin hefja æfingar miðvikudaginn 25. apríl. Æft verður á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16.0-16.30. Hlakka til að sjá ykkur, bkv. Bíbí