Vetrardagskrá að líða undir lok – tímar í íþróttahúsinu í sumar

Þessa dagana hafa æfingar okkar verið að líða undir lok í mörgum greinum.

Þær greinar sem eru farnar í langt sumarfrí eru boltatímar, fimleikar, þrektímar, sundið og blakið.

Borðtennis er kominn í stutt frí og hefst að nýju 2.júní og verður framvegis á sunnudagsmorgnum á sama tíma og í vetur, kl.10.00 til kl. 12.00.

Badminton er einnig komið í stutt frí og hefst 5.júní og verður á miðvikudagskvöldum milli kl.18 og kl. 20.

Síðasti bandý tími unglinga er núna á mánudagskvöldið 27.maí. Bandý karla verður á mánudagskvöldum og miðvikudagskvöldum frá kl.20 til kl. 21.30.

Athugið að þessir innanhústímar eru í gangi þar til uppsetning handverkshátíðar hefst eftir miðjan júlí.

Frjálsar íþróttir – byrja 19.júní

Ungmennafélagið Samherjar verður með æfingar í frjálsum íþróttum tvisvar í viku í sumar. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum á íþróttavellinum við Hrafnagilsskóla og hefjast þriðjudaginn 19. júní. Þjálfari er Unnar Vilhjálmsson. Skráning hjá þjálfara á staðnum. 11 ára og eldri mæti kl 13-14 og 10 ára og yngri kl 14-15.

Skráningar fyrir helgi – Smábæjarleikarnir

Skráningar á Smábæjaleikana þurfa að berast til sunnaax@hotmail.com fyrir helgi.  Innifalið í skráningargjaldinu er matur á meðan mótinu stendur og kvöldvaka með Emmsjé Gauta o.fl. Mjög góð fjölskylduskemmtun framundan.

(Samherjar greiða 50% af gjaldinu) 

Smábæjaleikar Blönduós 16. til 17. júní.

Samherjar ætla að taka þátt í þessu bráðskemmtilega móti eins og í fyrra, hvetjum foreldra til þess að kynna sér dagskránna og aðstöðuna. 

https://www.facebook.com/Sm%C3%A1b%C3%A6jaleikar-Bl%C3%B6ndu%C3%B3si-1459409244370013/

Sunna Axelsdóttir sér um að taka niður skráningar fyrir mótið og því fyrr því betra fyrir aðstandendur mótsins. sunnaax@gmail.com

Hafið endilega samband ef það er eitthvað óljóst.
Samherjar borga 50% af þátttökugjaldinu.